Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sagðir ganga erinda styrkþega sinna á þingi Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2015 11:39 Björn Valur: Fyrirtækin geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna. Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna.
Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent