Innlent

Sam­fylkingin mælist með 27 pró­senta fylgi

Atli Ísleifsson skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi.

Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mælinga Gallups og ekki tölfræðilega marktækar.

Samkvæmt könnuninni segjast 15 prósent myndu kjósa Viðreisn, rúmlega níu prósent Miðflokkinn, nær átta prósent Flokk fólksins, næstum sex prósent Framsóknarflokkinn, rösklega fimm prósent Sósíalistaflokkinn, fjögur prósent Pírata, ríflega þrjú prósent Vinstri græn og tæplega eitt prósent aðra flokka.

„Fylgi Flokks fólksins mældist 6,9% fyrir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, en 8,8% eftir hana. Liðlega 5% myndu skila auðu eða ekki kjósa og næstum 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp. Um 66% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina,“ segir í tilkynningu frá Gallup.

Gallup

Liðlega fimm prósent myndu skila auðu eða ekki kjósa og næstum 12 prósent taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp. Um 66 prósent þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.

Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. til 31. mars 2025. Heildarúrtaksstærð var 10.324 og þátttökuhlutfall var 47,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×