Allt vitlaust á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar 11. mars 2015 11:30 Jimmy Graham mun spila með Seattle næstu árin. vísir/getty Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað. NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað.
NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira