Allt vitlaust á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar 11. mars 2015 11:30 Jimmy Graham mun spila með Seattle næstu árin. vísir/getty Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað. NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað.
NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira