Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2015 17:47 365/Jóhanes Kristjánsson „Þetta frumvarp er svo heimskulega sett saman að ég trúi ekki að lögfræðingar Haga hafi gert það. Vilhjálmur Árnason, sem er þannig samansettur að Guð hefur ekki verið mjög örlátur, hann hefur sett þetta saman og enginn annar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um áfengisfrumvarp Vilhjálms sem bíður annarrar umræðu í þinginu. Kári lét þessi orð falla í umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík en hann var gestur í þættinum ásamt rithöfundinum og grínistanum Dóra DNA.Verið að auka leti meirihlutans „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta ekki mjög flókið. Það sem áynnist með því að samþykkja þetta frumvarp er að áfengi yrði í matvöruverslunum. Þannig að þeir sem vildu kaupa áfengi þyrftu ekki að leggja á sig það ómak að fara í brennivínsbúð. Þeir gætu bara rétt út hendina og náð sér í flösku. Sem er fín ástæða fyrir þá sem standa í þeirri trú að þeir ráði við áfengi ennþá. Það eru í kringum 85 prósent af þjóðinni. Fimmtán prósent af þjóðinni enda á því að leita sér hjálpar vegna alkóhólisma einhvern tímann á ævinni. Þegar alkóhólistinn fer í búð til að kaupa sér mat þá tengist sú löngun svolítið löngun í áfengi og það er alltaf sú að hætta að hann gangi út, ekki með mat heldur áfengi. Með því að auka leti 85 prósent þjóðarinnar þá værum við að vega að hagsmunum þeirra sem mega sín lítils gagnvart alkóhóli,“ sagði Kári. Hann sagði að alkóhólismi væri alvarlegur sjúkdómur. Ef tekinn væri ótímabær dauði fólks hér á landi, þ.e. fólks sem deyr fyrir fimmtugt, þá ætti um þriðjungur tilvika rætur sínar í alkóhólisma. „Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur sem veldur gífurlegri vesæld í fjölskyldum. Þetta er ekki bara sjúkdómur þessara 15 prósenta, sem eru 48.000 manns á Íslandi í dag, heldur er verið að auka vesæld fjölskyldna þeirra. Í kringum hvern alkóhólista eru svona þrír aðrir sem þjást. Með því að setja brennivín í matvöruverslanir erum við að öllum líkindum að auka svolítið vesæld helmings þjóðarinnar. Þetta rímar ekki við það hvernig við tökum á málefnum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu almennt. Til dæmis erum við með bílastæði fyrir fatlaða sem eru nær áfangastað en önnur bílastæði. Þeir sem eru ekki fatlaðir þurfa að ganga ívið lengra til þess að komast á áfangastað. Ég lít svo á að einkaréttur ÁTVR á sölu áfengis sé svona nokkurs konar bílastæði fyrir áfengisfatlaða. Við hinir þurfum að fara lengra til að ná í vínið. Auðvitað væri gaman að hafa allar vörur alls staðar en ég held við þurfum að hlúa svolítið að fólki sem má sín minna vegna alkóhólisma. Ekki gleyma að þeir sem þjást mest eru börnin því alkóhól er efni sem við notum til að breyta starfsemi heilans,“ sagði Kári. Hann sagði að tölfræði sýndi að neysla myndi aukast um þriðjung ef áfengi færi í matvöruverslanir.Hvaðan kemur þessi tilhneiging mannskepnunnar að leita í hugbreytandi efni? „Af því að djamm er snilld,“ sagði Dóra DNA í léttum dúr og Kári tók undir.365/Jóhannes KristjánssonMenn leita í hugbreytandi efni af því „djamm er snilld“Hvaðan kemur þessi tilhneiging mannskepnunnar að leita í hugbreytandi efni? Af hverju leita menn í hugbreytandi efni? „Af því að djamm er snilld,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála honum um að djamm er snilld. Það er engin spurning um það. En þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að heilinn á okkur, sem raunverulega býr okkur til, þ.e.a.s. hann býr til okkar hugsanir og tilfinningar, hann er mjög flókið tæki. Það eru brautir innan heilans sem hafa því hlutverki að gegna að búa til ánægju. Það er ferill sem er kallaður „The mesolimbic pleasure pathway“ þ.e. brautir sem liggja frá miðheila og upp í þann hluta heilans sem býr til ánægju. Þegar við upplifum eitthvað ánægjulegt, til dæmis þegar við hlustum á góða tónlist eða horfum á eitthvað mjög fallegt, þá er boðefnið dópamín sem losnar frá frumum frá þessum stað í heilanum sem býr til ánægju. Þegar þú tekur amfetamín eða drekkur alkóhól þá losnar enn meira, jafnvel hundrað sinnum meira af þessu efni og það býr til stundaránægju. Eftir ákveðinn tíma þá ertu búinn að endurstilla þessar brautir þannig að til þess að líða eins og venjulegum manni þá þarftu þessu efni og þessi efni sem bjuggu upphaflega til óánægju verða bara til þess að normalísera þig, til þess að láta þig líða eins og venjulegum manni. Það er ekkert óeðlilegt og ósköp skiljanlegt að menn leiti að auðveldum leiðum til þess að búa til þessa miklu ánægju, þessa euphoríu sem fylgir því að upplifa eitthvað mjög flott. Og þessi fíkn sem að lýsir sér í endurtekinni töku á þessum efnum, grundvallar mekanisminn í henni hlýtur að hafa skipt miklu máli í þróun mannsins. Þessi tilhneiging til að gera sama hlutinn aftur og aftur. Þegar við erum farin að fikta í þessu með utanaðkomandi efnum, í stað þess að gera það með hegðun, þá erum við raunverulega búin að eyðileggja þetta viðkvæma jafnvægi. Þið eruð með hundrað trilljónir taugafrumna í heilanum og þær þurfa allar að vera samstilltar svo þið getið verið almennilegir menn. Horfið bara á Dóra DNA, hann hefur aldrei getað samstillt þessar frumur í heilanum á sér. Þess vegna er hann svona,“ sagði Kári. Kári sagði að Íslendingar væru ekki líklegri en aðrir til að verða alkóhólistar en þessar brautir í heilanum sem skemmdust við töku fíkniefna og alkóhóls væru mjög mismunandi milli manna. Mjög lítið þyrfti til að koma þessu úr jafnvægi hjá sumum en mjög mikið hjá öðrum. „Spurningin sem þú spurðir er auðvitað feikilega merkileg. Hvernig stendur á því, hvers vegna við förum að fikta í þessu? Hvernig stendur á því að við sannfærum okkur um að til einhvers sé að vinna með því að breyta kjarnanum í því sem við erum. Þegar þú byrjar að fikta í heilanum á þér byrjar þú í raun að fikta í því sem þú ert,“ sagði Kári. Kári Stefánsson hrefst af Eminem í kvikmyndinni 8 Mile og finnst hann „skemmtilegt ljóðskáld.“Kára finnst Eminem „skemmtilegt ljóðskáld“ Í þættinum voru leikin valin hip-hop lög venju samkvæmt. Talið barst að bandaríska rapparanum Eminem sem varði drjúgum hluta æsku sinnar við erfiðar heimilisaðstæður í hjólhýsagarði í Michigan en þessi lífsreynsla hefur ósjaldan orðið honum yrkisefni í gegnum tíðina. Kári Stefánsson hreifst af Eminem í mynd Curtis Hanson, 8 Mile, sem kom út 2002 og var að miklu leyti byggð á ævi Eminems. „Mér finnst hann skemmtilegt ljóðskáld en ég hef ekki haft tíma eða fundið ástæðu til að hlusta á hann á síðustu árum,“ sagði Kári. „Á tímabili var Eminem á þeim stað að írski Nóbelsverðlaunahafinn Seamus Heaney steig fram og sagði, ef þú ert ekki að fylgjast með Eminem þá hefurðu ekki áhuga á nútíma ljóðlist,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála því,“ sagði Kári. Talið barst að battli, þegar rapparar hittast, kveðast á og keppa við hvorn annan í rímnaflæði. Dóri DNA vitnaði til orða Thors Vilhjálmssonar rithöfundar heitins sem sagði að „battl“ væri „millibilið milli hraðskákar og mælskulistar.“ Hægt er að hlusta á Hip og Pólitík með því að smella hér fyrir ofan eða hér.Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Unnið er að því að koma þættinum í helstu hlaðvarps smáforrit eins og Podcasts fyrir iPhone. Tengdar fréttir Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 „Frelsi stórfyrirtækja til að stækka er frelsi sem ég gef ekkert fyrir“ „Eitt versta einræði mannkynssögunnar er stórfyrirtækjaræði,“ sagði Erpur Eyvindarson rappari í nýjasta þætti Hip Hop og Pólitík á Vísi. 25. febrúar 2015 07:00 Katrín Jakobs valdi Beastie Boys Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Björgvin Guðmundsson almannatengill eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip Hop og Pólitík. 2. mars 2015 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þetta frumvarp er svo heimskulega sett saman að ég trúi ekki að lögfræðingar Haga hafi gert það. Vilhjálmur Árnason, sem er þannig samansettur að Guð hefur ekki verið mjög örlátur, hann hefur sett þetta saman og enginn annar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um áfengisfrumvarp Vilhjálms sem bíður annarrar umræðu í þinginu. Kári lét þessi orð falla í umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík en hann var gestur í þættinum ásamt rithöfundinum og grínistanum Dóra DNA.Verið að auka leti meirihlutans „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta ekki mjög flókið. Það sem áynnist með því að samþykkja þetta frumvarp er að áfengi yrði í matvöruverslunum. Þannig að þeir sem vildu kaupa áfengi þyrftu ekki að leggja á sig það ómak að fara í brennivínsbúð. Þeir gætu bara rétt út hendina og náð sér í flösku. Sem er fín ástæða fyrir þá sem standa í þeirri trú að þeir ráði við áfengi ennþá. Það eru í kringum 85 prósent af þjóðinni. Fimmtán prósent af þjóðinni enda á því að leita sér hjálpar vegna alkóhólisma einhvern tímann á ævinni. Þegar alkóhólistinn fer í búð til að kaupa sér mat þá tengist sú löngun svolítið löngun í áfengi og það er alltaf sú að hætta að hann gangi út, ekki með mat heldur áfengi. Með því að auka leti 85 prósent þjóðarinnar þá værum við að vega að hagsmunum þeirra sem mega sín lítils gagnvart alkóhóli,“ sagði Kári. Hann sagði að alkóhólismi væri alvarlegur sjúkdómur. Ef tekinn væri ótímabær dauði fólks hér á landi, þ.e. fólks sem deyr fyrir fimmtugt, þá ætti um þriðjungur tilvika rætur sínar í alkóhólisma. „Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur sem veldur gífurlegri vesæld í fjölskyldum. Þetta er ekki bara sjúkdómur þessara 15 prósenta, sem eru 48.000 manns á Íslandi í dag, heldur er verið að auka vesæld fjölskyldna þeirra. Í kringum hvern alkóhólista eru svona þrír aðrir sem þjást. Með því að setja brennivín í matvöruverslanir erum við að öllum líkindum að auka svolítið vesæld helmings þjóðarinnar. Þetta rímar ekki við það hvernig við tökum á málefnum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu almennt. Til dæmis erum við með bílastæði fyrir fatlaða sem eru nær áfangastað en önnur bílastæði. Þeir sem eru ekki fatlaðir þurfa að ganga ívið lengra til þess að komast á áfangastað. Ég lít svo á að einkaréttur ÁTVR á sölu áfengis sé svona nokkurs konar bílastæði fyrir áfengisfatlaða. Við hinir þurfum að fara lengra til að ná í vínið. Auðvitað væri gaman að hafa allar vörur alls staðar en ég held við þurfum að hlúa svolítið að fólki sem má sín minna vegna alkóhólisma. Ekki gleyma að þeir sem þjást mest eru börnin því alkóhól er efni sem við notum til að breyta starfsemi heilans,“ sagði Kári. Hann sagði að tölfræði sýndi að neysla myndi aukast um þriðjung ef áfengi færi í matvöruverslanir.Hvaðan kemur þessi tilhneiging mannskepnunnar að leita í hugbreytandi efni? „Af því að djamm er snilld,“ sagði Dóra DNA í léttum dúr og Kári tók undir.365/Jóhannes KristjánssonMenn leita í hugbreytandi efni af því „djamm er snilld“Hvaðan kemur þessi tilhneiging mannskepnunnar að leita í hugbreytandi efni? Af hverju leita menn í hugbreytandi efni? „Af því að djamm er snilld,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála honum um að djamm er snilld. Það er engin spurning um það. En þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að heilinn á okkur, sem raunverulega býr okkur til, þ.e.a.s. hann býr til okkar hugsanir og tilfinningar, hann er mjög flókið tæki. Það eru brautir innan heilans sem hafa því hlutverki að gegna að búa til ánægju. Það er ferill sem er kallaður „The mesolimbic pleasure pathway“ þ.e. brautir sem liggja frá miðheila og upp í þann hluta heilans sem býr til ánægju. Þegar við upplifum eitthvað ánægjulegt, til dæmis þegar við hlustum á góða tónlist eða horfum á eitthvað mjög fallegt, þá er boðefnið dópamín sem losnar frá frumum frá þessum stað í heilanum sem býr til ánægju. Þegar þú tekur amfetamín eða drekkur alkóhól þá losnar enn meira, jafnvel hundrað sinnum meira af þessu efni og það býr til stundaránægju. Eftir ákveðinn tíma þá ertu búinn að endurstilla þessar brautir þannig að til þess að líða eins og venjulegum manni þá þarftu þessu efni og þessi efni sem bjuggu upphaflega til óánægju verða bara til þess að normalísera þig, til þess að láta þig líða eins og venjulegum manni. Það er ekkert óeðlilegt og ósköp skiljanlegt að menn leiti að auðveldum leiðum til þess að búa til þessa miklu ánægju, þessa euphoríu sem fylgir því að upplifa eitthvað mjög flott. Og þessi fíkn sem að lýsir sér í endurtekinni töku á þessum efnum, grundvallar mekanisminn í henni hlýtur að hafa skipt miklu máli í þróun mannsins. Þessi tilhneiging til að gera sama hlutinn aftur og aftur. Þegar við erum farin að fikta í þessu með utanaðkomandi efnum, í stað þess að gera það með hegðun, þá erum við raunverulega búin að eyðileggja þetta viðkvæma jafnvægi. Þið eruð með hundrað trilljónir taugafrumna í heilanum og þær þurfa allar að vera samstilltar svo þið getið verið almennilegir menn. Horfið bara á Dóra DNA, hann hefur aldrei getað samstillt þessar frumur í heilanum á sér. Þess vegna er hann svona,“ sagði Kári. Kári sagði að Íslendingar væru ekki líklegri en aðrir til að verða alkóhólistar en þessar brautir í heilanum sem skemmdust við töku fíkniefna og alkóhóls væru mjög mismunandi milli manna. Mjög lítið þyrfti til að koma þessu úr jafnvægi hjá sumum en mjög mikið hjá öðrum. „Spurningin sem þú spurðir er auðvitað feikilega merkileg. Hvernig stendur á því, hvers vegna við förum að fikta í þessu? Hvernig stendur á því að við sannfærum okkur um að til einhvers sé að vinna með því að breyta kjarnanum í því sem við erum. Þegar þú byrjar að fikta í heilanum á þér byrjar þú í raun að fikta í því sem þú ert,“ sagði Kári. Kári Stefánsson hrefst af Eminem í kvikmyndinni 8 Mile og finnst hann „skemmtilegt ljóðskáld.“Kára finnst Eminem „skemmtilegt ljóðskáld“ Í þættinum voru leikin valin hip-hop lög venju samkvæmt. Talið barst að bandaríska rapparanum Eminem sem varði drjúgum hluta æsku sinnar við erfiðar heimilisaðstæður í hjólhýsagarði í Michigan en þessi lífsreynsla hefur ósjaldan orðið honum yrkisefni í gegnum tíðina. Kári Stefánsson hreifst af Eminem í mynd Curtis Hanson, 8 Mile, sem kom út 2002 og var að miklu leyti byggð á ævi Eminems. „Mér finnst hann skemmtilegt ljóðskáld en ég hef ekki haft tíma eða fundið ástæðu til að hlusta á hann á síðustu árum,“ sagði Kári. „Á tímabili var Eminem á þeim stað að írski Nóbelsverðlaunahafinn Seamus Heaney steig fram og sagði, ef þú ert ekki að fylgjast með Eminem þá hefurðu ekki áhuga á nútíma ljóðlist,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála því,“ sagði Kári. Talið barst að battli, þegar rapparar hittast, kveðast á og keppa við hvorn annan í rímnaflæði. Dóri DNA vitnaði til orða Thors Vilhjálmssonar rithöfundar heitins sem sagði að „battl“ væri „millibilið milli hraðskákar og mælskulistar.“ Hægt er að hlusta á Hip og Pólitík með því að smella hér fyrir ofan eða hér.Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Unnið er að því að koma þættinum í helstu hlaðvarps smáforrit eins og Podcasts fyrir iPhone.
Tengdar fréttir Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 „Frelsi stórfyrirtækja til að stækka er frelsi sem ég gef ekkert fyrir“ „Eitt versta einræði mannkynssögunnar er stórfyrirtækjaræði,“ sagði Erpur Eyvindarson rappari í nýjasta þætti Hip Hop og Pólitík á Vísi. 25. febrúar 2015 07:00 Katrín Jakobs valdi Beastie Boys Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Björgvin Guðmundsson almannatengill eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip Hop og Pólitík. 2. mars 2015 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49
„Frelsi stórfyrirtækja til að stækka er frelsi sem ég gef ekkert fyrir“ „Eitt versta einræði mannkynssögunnar er stórfyrirtækjaræði,“ sagði Erpur Eyvindarson rappari í nýjasta þætti Hip Hop og Pólitík á Vísi. 25. febrúar 2015 07:00
Katrín Jakobs valdi Beastie Boys Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Björgvin Guðmundsson almannatengill eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip Hop og Pólitík. 2. mars 2015 19:45