Sækja þarf vinnuafl að utan Svavar Hávarðsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Hugsa þarf fyrir því hvernig á að manna þúsundir starfa sem fylgja sífelldri fjölgun ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira