Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Njarðvík 96-94 | Stjarnan tryggði sér oddaleik Tómas Þór Þórðarson í Ásgarði skrifar 29. mars 2015 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan tryggði sér oddaleik með sigri á Njarðvík, 96-94, í fjórðu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Staðan er nú 2-2 og verður allt undir í Njarðvík á fimmtudaginn. Leikurinn var ótrúlegur og virkilega skemmtilegur, en Njarðvík hefði getað tryggt sér framlengingu þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Logi Gunnarsson fór þá einn í hraðaupphlaup en Tómas Þórður Hilmarsson varði skot hans meistaralega.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Eins og í fyrri leikjum liðanna var spennan mikil og skiptust þau á að hafa forystuna. Njarðvík leiddi framan af í fyrsta leikhluta en Stjarnan vann þann fyrsta, 26-23, og annan, 24-23. Fjögurra stiga munur í hálfleik, 50-46. Stjarnan setti tóninn strax í frákastabaráttunni jafnt í sókn sem vörn og var augljóst að það sama og í síðasta leik átti ekki að gerast þegar Stjarnan tók aðeins nokkrum fleiri varnarfráköst en Njarðvík sóknarfráköst. Það þýddi að Njarðvík fékk ekki jafnmarga sénsa í hverri sókn en Stefan Bonneau var alveg sama um það. Hann setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik úr aðeins sjö skotum. Í heildina skoraði Bonneau 34 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur. Flestir þristarnir voru langt fyrir utan teiginn og oftast með mann í sér. Þessi leikmaður er náttúrlega ekki hægt á köflum en honum tekst að gera alla kjaftstopp leik eftir leik. Bonneau sá um stigaskor Njarðvíkur í fyrri hálfleik og skoraði 20 stig. Maciej Baginski kom sterkur inn og skoraði sjö stig. Hann var áræðinn, sótti á körfuna og virkaði fullur sjálfstrausts. Hjá Stjörnunni vaknaði Dagur Kár Jónsson til lífsins eftir dapra tvo leiki. Hann skoraði ellefu stig í fyrri hálfleik og stýrði spili heimamanna vel. Dagur Kár endaði með 17 stig og fjórar stoðsendingar. Virkilega góður leikur hjá honum.Snorri Hrafnkelsson neglir niður auglýsingaskilti eftir baráttu undir körfunni.vísir/vilhelmÞað var kominn alvöru úrslitakeppnisstemning í leikmenn, þjálfara og áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Sérstaklega dómarana eins og oft vill verða. Bæði lið vissu hversu mikilvægur þessi leikur var. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fjórða leikhluta náði Stjarnan fjórtán stiga forskoti. Það var og varð mesti munurinn á liðunum í leiknum. Margir héldu þar að leik væri lokið. Ekki Njarðvíkingar. Gestirnir áttu magnað áhlaup og minnkuðu muninn niður í tvö stig, 75-73, þegar tíu mínútur voru eftir. Varnarleikur Njarðvíkinga miklu betri á þeim tímapunkti og skotin aftur farin að detta. Stjarnan tók aftur gott forskot í fjórða leikhluta og var sex stigum yfir, 91-85, þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Njarðvíkingar fengu ekkert stopp í vörninni á þeim tímapunkti og Atkinson réði ríkjum í teignum. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin í 93-93 með þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta var eftir. Ólafur Helgi Jónsson með þrist og spennan rafmögnuð. Stjarnan var svo með boltann, 96-94 yfir, og áttu innkat þegar níu sekúndur voru eftir. En veislunni var langt frá því lokið. Logi Gunnarsson stal boltanum af Justin úr innkastinu og fór einn að körfu Stjörnunnar með möguleika á að jafna. En þá birtist allt í einu Tómas Þórður Hilmarsson og varði skot hans með tilþrifum. Gjörsamlega geggjað hjá Tómasi og það varð til þess að Stjarnan kláraði leikinn. Oddaleikur í Njarðvík á fimmtudaginn er staðreynd og er það ekkert minna en körfuboltaunnendur eiga skilið. Þessi lið eru of jöfn og of skemmtileg til að landanum verði ekki skemmt með fimmta leiknum.Stjarnan-Njarðvík 96-94 (26-23, 24-23, 25-27, 21-21)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 30/11 fráköst, Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 17, Marvin Valdimarsson 12/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 7/9 fráköst, Daði Lár Jónsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Jón Orri Kristjánsson 2, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0.Njarðvík: Stefan Bonneau 34/8 fráköst, Logi Gunnarsson 22/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 13, Snorri Hrafnkelsson 8/9 fráköst, Ágúst Orrason 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Mirko Stefán Virijevic 4, Magnús Már Traustason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0.vísir/vilhelmJustin: Of mikill snjór úti til að fara í sumarfrí "Leikirnir á milli liðanna sem enda í fjórða og fimmta sæti eru vanalega bestir. Þetta var samt ekki auðvelt í kvöld," sagði glaðbeittur Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi eftir leik. Justin hafði ekkert nema góða hluti að segja um Tómas Þórð Hilmarsson og ungu stráka Stjörnunnar eftir sigurinn, en Tómas Þórður átti tilþrif leiksins þegar hann varði skot Loga Gunnarssonar á síðustu sekúndunum. "Tommi Hilmars bauð upp á tilþrif ársins með þessari blokk. Við lögðum mikið á okkur og unnum leikinn. Það er of mikill snjór úti til að fara í sumarfrí núna," sagði Justin og hló. "Tommi elti hann bara uppi. Mér fannst brotið á mér og flestir bjuggust við villu. En við höfum séð Tomma gera þetta allt tímabilið. Við höfum séð þetta á æfingum þannig þetta kom okkur ekki á óvart." "En að gera þetta í svona leik þegar nokkrar sekúndur eru eftir er alveg rosalegt. Við þurfum á því að ungu strákarnir stígi upp í þessum leikjum." Stjarnan náði mest fjórtán stiga forystu sem Njarðvík minnkaði niður í tvö og Njarðvík jafnaði svo leikinn eftir að Stjarnan var aftur komin með góða forystu í fjórða leikhluta. "Það er kraftur í Njarðvík. Við slökuðum aðeins á og gáfum þeim tvö auðveld sniðskot. Með því voru þeir komnir aftur inn í leikinn. Þetta megum við ekki gera. Logi setur svo niður þrist og allt í einu var þetta orðið jafnt," sagði Justin, og nú er það bara oddaleikur. "Þetta verður barátta á fimmtudaginn og við verðum að vera sterkari þá eins og í dag. Njarðvík var sterkara liðið í síðasta leik og vann fleiri bolta. En nú vorum það við og það borgaði sig," sagði Justin Shouse.vísir/vilhelmLogi: Hann sló aðeins í mig "Það er erfitt að tapa jöfnum leikjum en maður veit að allt getur gerst á síðustu mínútum," sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Vísi eftir leik. "Við fengum skot til að jafna þetta og annan séns eftir það en við náðum ekki að klára þetta. Við erum bara tilbúnir í næstu baráttu á fimmtudaginn." Logi hefði getað jafnað leikinn með auðveldu sniðskoti þegar nokkrar sekúndur voru eftir en Tómas Þórður Hilmarsson varði skotið hans. "Hann fór aðeins í höndina á mér. Ekki kannski nógu mikið til að það hafi sést almennilega en nóg til að ég brenndi af. Hann sló aðeins í mig og "blokkaði" mig," sagði Logi. "Það er ekkert hægt að ætlast til að fá villu þegar það er ekki sjáanlegt. Ég komst aleinn í gegn og reyndi eins og ég gat. En svo fengum við annan séns sem við áttum að nýta miklu betur." "Það var erfitt að gera eitthvað í skotinu á undan en síðasta sóknin var ekki nógu góð. Við vorum að reyna koma Stefan í gott skot en það tókst ekki. Ég hafði bara fimm sekúndur til að koma boltanum út." Oddaleikur er næst á dagskrá á fimmtudaginn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvíkingar eru þar sigurstranglegri bara fyrir þær sakir að allir leikir liðanna í vetur hafa unnist á heimavelli. "Maður vissi alltaf að þetta gæti farið í oddaleik. Við höfum sjálfstraust á heimavelli og ætlum að mæta dýrvitlausir í næsta leik. Við höfum verið að spila vel og erum með sjálfstraust fyrir síðasta leikinn," sagði Logi Gunnarsson.Leiklýsing: Stjarnan - Njarðvík40.00 (96-94) LEIK LOKIÐ! Justin stelur boltanum í innkastinu og það verður oddaleikur í Njarðvík. Þvílíkur endir.39.56 (96-94) ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! Ég trúi ekki eigin augum! Logi vinnur boltann af Justin Shouse og fer í hraðaupphlaup og getur jafnað leikinn. Tómas Þórður eltir hann uppi og ver skotið!!! Þvílík tilþrif. Fjórar sek eftir og Njarðvík með boltann.39.51 (96-94) Ólafur Helgi skorar úr einu vítaskoti. Logi fær dæmdan á sig fót þegar skotklukka Stjörnunnar er að renna út. Níu sekúndur eftir og Stjarnan getur spilað út tímann. Á hverjum verður brotið?39:30 (96-93) Atkinson setur niður tvö vítaskot. Bonneau reynir þrist úr Hafnarfirði en hittir ekki. Atkinson tekur frákastið, fiskar villu og skorar úr öðru vítaskotinu.39:05 (93-93) Tómas Þórður sækir tvö vítaskot og hittir úr þeim báðum. Bonneau svarar með glæsilegri körfu. Stjarnan tekur leikhlé. 55 sek eftir.38:35 (91-91) Ólafur Helgi jafnar leikinn með þriggja stiga körfu!!!38:00 (91-88) Snorri fær ruðning á Atkinson og hinum megin setur Maciej niður tvö víti þegar tvær mínútur eru eftir.37:19 (91-85) Njarðvík nær bara ekki stoppi í varnarleiknum þó skotin séu farin að detta aftur. Atkinson sækir á Snorra og skorar með ótrúlegum hætti. Heppni í þessu en telur.36:45 (89-83) Marvin með góða körfu fyrir Stjörnuna en Logi svarar með þristi. Marvin setur svo bara aðra geggjaða körfu í andlitið á Loga.35:45 (85-80) Snorrir Hrafnkels heggur á hnútinn fyrir Njarðvík og Maceij bætir svo við tveimur stigum með sniðskoti. Fimm stiga munur.33:48 (85-76) Marvin bætir við tveimur stigum úr hraðaupphlaupi. Bonneau reynir svakalega erfitt skot hinum megin og hittir ekki einu sinni spjaldið. Hann er meiddur, það er engin spurning. Njarðvík tekur leikhlé og hann haltrar út af. Heldur um nárann sýnist mér.33:05 (83-76) Justin með annað risaskot um leið og skotklukkan rennur út. Njarðvík aftur í miklum eltingarleik og ekki að hitta vel.31:42 (81-73) Njarðvík fær tvö tækifæri til að jafna leikinn en Jón Orri skorar fyrstu stig lokafjórðungins af vítalínunni. Stjarnan tekur sóknarfrákast eftir það síðara og Justin bombar niður þriggja stiga skoti. Þetta var dýrt. Marvin setur svo niður annan þrist í næstu sókn.30.00 (75-73) Þriðja leikhluta lokið. Þvílík endurkoma hjá Njarðvík! Logi Gunnarsson setur niður þrist eftir frábæra sókn Njarðvíkur og Dagur Kár brennir af lokaskoti Stjörnunnar. Njarðvík var mest fjórtán stigum undir en munurinn aðeins tvö stig núna og tíu mínútur eftir.29:12 (74-70) Þristur frá Ágústi. Njarðvík með áhlaup hérna undir lok fjórðungsins. Miklu betri varnarleikur hjá Njarðvík núna. En hvað?! Nei, nei. Friðrik Ingi fær dæmda á sig tæknivillu fyrir að rífast í Leifi og félögum!27:28 (72-65) Bonneau fiskar villu í þriggja stiga skoti á Justin og allt verður vitlaust. Bonneau meiðist og þarf að fara út af. Þetta er ekki gott. Hann gengur þó óstuddu af velli. Ágúst Orra kemur inn til að taka vítin og hittir úr tveimur af þremur.26:50 (72-63) Fimm stig í röð frá Njarðvík. Bonneau skorar og fær víti en brennir af vítaskotinu. Snorri berst fyrir frákastinu og boltinn endar hjá Loga sem setur niður þrist.26:04 (72-58) Stjarnan er að stinga af og Njarðvík að missa hausinn. Gestirnir farnir að brjóta heimskulega og missa boltann. Fjórtán stiga munur.25:26 (68-58) Bonneau með fyrsta þristinn sinni í seinni hálfleik og þann sjötta í heildina. Hann er náttúrlega ekki hægt. Snorri fær sína fjórðu villu hinum megin er hann reynir að verjast Atkinson og er tekinn út af. Atkinson setur bæði skotin niður. Justin skorar þriggja stiga körfu og munurinn tíu stig!24:09 (63-55) Logi skorar fallega körfu fyrir Njarðvík en Dagur Kár heldur áfram að fara á kostum. Hann fiskar villu á Snorra, hans þriðja í leiknum. Dagur setur bæði vítaskotin niður. Áfram átta stiga munur.23:38 (61-53) Jón Orri brennir af tveimur vítaskotum fyrir Stjörnuna. Logi hittir ekki úr þriggja stiga skoti en Bonneau tekur frákastið og skorar. Atkinson setur niður þrist hinum megin, vinnur boltann svo í vörninni og skorar aftur. Friðrik Ingi tekur leikhlé. Mesti munur leiksins.22:01 (56-51) Dagur Kár setur niður þriggja stiga skot og eitt víti í næstu sókn. Hann er að spila svakalega vel.20:43 (52-51) Bonneau skorar fyrstu stig seinni hálfleiks en Marvin svarar með ljúfri körfu hinum megin. Logi Gunnarsson skorar annan þrist sinn í leiknum og munurinn eitt stig.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Stefan Bonneau er stigahæstur á vellinum með 20 stig. Hann er búinn að skora fimm þriggja stiga körfur úr sjö skotum en taka aðeins tvö skot í teignum. Næsti maður hjá Njarðvík er Maciej með sjö stig. Logi Gunnarsson er að kasta múrsteinum með einn þrist úr fimm tilraunum. Hjá Stjörnunni er Jeremy Atkinson stigahæstur með 16 stig. Hann er sex af ellefu í teignum og búinn að taka sjö fráköst. Dagur Kár er með ellefu stig og Justin tíu stig. Nú er Stjarnan yfir Njarðvík í sóknarfráköstum með níu á móti sex. Stjarnan er að vinna frákastabaráttuna í heildina með 22 slík á móti 18. Munar þó ekki miklu.20:00 (50-46) Fyrri hálfleik lokið. Tómas Þórður Hilmarsson tekur síðasta skotið fyrir heimamenn fyrir utan þriggja stiga línuna. Væntanlega ekki það sem lagt var upp með. Það geigar og Stjarnan fjórum stigum yfir.19:46 (50-46) Fimm stig í röð frá Stjörnunni en í milltíðinni brennir Ágúst Orra af tveimur vítaskotum. Logi og Bonneau komast í hraðaupphlaup en Logi kastar boltanum út af. Stjarnan tekur leikhlé og fær síðustu sóknina.18:51 (48-46) Justin heldur betur vaknaður og setur niður annan þrist. Tveggja stiga forysta Stjörnunnar og Friðrik Ingi tekur leikhlé. Þetta er fram og til baka. Verður alvöru leikur allt til enda.18:17 (45-46) Stjarnan kemst yfir en Hjörtur Rafn skorar tveggja stiga körfu eftir að ná sóknarfrákasti. Hann fær víti líka sem kveikir í húsinu en hann misnotar vítaskotið.17:30 (43-44) Justin lætur aftur reyna og setur núna niður þriggja stiga skot. Stjarnan vinnur boltann og getur endurheimt forsktið.16:33 (40-42) Logi Gunnarsson eykur muninn með fyrstu þriggja stiga körfu sinni í leiknum en hinum megin setur Justin niður skot úr teignum.15:42 (38-39) Jón Orri hendir boltanum út af fyrir Stjörnuna og Snorri kemur Njarðvík yfir með mjúku skoti úr teignum.15:03 (38-37) Maciej setur niður huggulegt sniðskot fyrir Njarðvík og í vörninni ver Hjörtur Rafn skot frá Atkinson með frábærum varnarleik. Snorri Hrafnkels minnkar muninn í eitt stig með einfaldri körfu eftir gott spil gestanna og Hrafn tekur leikhlé.13:28 (37-31) Þvílík tilþrif hjá Bonneau! Ertu að grínast í mér?! Byrjar á því að setja niður fimmta þristinn og ver svo skot Daða Lárs í hraðaupphlaupi. Þetta var rugl. Atkinson setti þrist í millitíðinni og því enn sex stiga forysta.12:39 (34-28) Stjarnan að taka völdin. Justin stelur boltanum aftur og gefur á Dag Kár sem þrumar honum fram á Atkinson. Bandaríkjamaðurinn tekur sig til og treður með látum. Þetta er alvöru.11:40 (31-28) Daði Lár, bróðir Dags Kár, er kominn inn á og setur niður þrist. Hann setti nokkra í síðasta leik. Justin vinnur svo boltann í næstu sókn Njarðvíkur.10:45 (28-28) Maciej skorar fyrstu fimm stig Njarðvíkur úr vítaskotum og með þriggja stiga körfu. Atkinson skorar fyrir Stjörnuna. Jafn leikur.10.00(26-23) Fyrsti leikhluti búinn. Bonneau skorar fjórða þristinn úr fimm skotum og enn og aftur langt fyrir utan teig. Kemur stöðunni niður í 24-23 en Dagur Kár blakar frákasti ofan í eftir skot Marvins um leið og leiktíminn rennur út. Bonneau stigahæstur á vellinum með 13 stig en Dagur heldur betur vaknaður með 11 stig.08:35 (22-18) Dagur Kár með þriggja stiga körfu með mann í andlitinu á sér. Nær sex stiga forskoti fyrir Stjörnuna í nokkrar sekúndur áður en Mirko skorar undir körfunni hinum megin.07:27 (19-16) Tómas Þórður Hilmarsson skorar með þriggja stiga skoti galopinn fyrir utan. Stjarnan stelur svo boltanum, Justin sendir hann fram á Dag Kár sem skorar auðveldlega og heimamenn aftur komnir yfir.06:05 (12-16) Bonneau setur niður tvo fáránlega þrista og heldur gestunum í forystu eftir góðar körfur frá Degi Kár. Sturlaðir þristar hjá Bonneau með mann í sér í bæði skiptin.04:15 (6-8) Marvin jafnar leikinn af vítalínunni en Logi skorar tvö stig hinum megin eftir að taka sóknarfrákast. Harka í Loga. Vel gert.02:40 (4-6) Ágúst Angantýsson tekur tvo sóknarfráköst í sömu sókninni og Atkinson blakar niður því þriðja og skorar tvö stig. Smá hamagangur í sókn beggja liða.01:28 (2-5) Hjörtur skorar fyrir Njarðvík og Bonneau kemst í gang með þristi eftir sóknarvillu heimamanna.00:34 (2-0) Jeremy Atkinon skorar fyrstu stig leiksins eftir að Njarðvík byrjaði í sókn. Til allrar lukku fyrir heimamenn tóku þeir fyrsta frákastið.Fyrir leik: Leikmannakynning hafin. Það eru rétt rúmar fimm mínútur í leik.Fyrir leik: Það er alvöru úrslitakeppnisstemning í húsinu! Silfurskeiðin svarar smá peppi frá Njarðvíkingum með nokkrum af sínum frægu lögum. Þetta verður eitthvað hérna í kvöld!Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Toppmenn sem verða vonandi í aukahlutverki í kvöld.Fyrir leik: Dagur Kár Jónsson, bakvörður Stjörnunnar, þarf að fara vakna að vakna aftur til lífs í þessu einvígi. Þessi magnaði ungi leikmaður skoraði yfir 18 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni en er aðeins með 9,4 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum gegn Njarðvík. Hann reyndi aðeins þrjú skot úr teignum í síðasta leik og hitti úr einu. Þá hitti hann ekki úr neinu af þremur þriggja stiga skotum sínum. Stoðsendingarnar voru fjórar og hafa verið það í þessum leikjum. Þetta er leikmaður sem Stjarnan þarf á að halda í kvöld - og öll kvöld!Fyrir leik: Fiskikóngurinn stýrir tónlistinni hér í Ásgarði af sinni alkunnu snilld. Betri vallarplötusnúður finnst ekki. "Krossfeidin" jafnast á við Hausa og Borg á Dolly í nótt hef ég heyrt.Fyrir leik: Silfurskeiðinni var hleypt inn bakdyrameginn á undan öðrum eins og svo oft áður í úrslitakeppninni. Í síðasta heimaleik Stjörnunnar mættu Njarðvíkingar á undan skeiðinni, stálu bestu sætunum fyrir miðju þar sem Skeiðin situr alltaf og neituðu að færa sig. Það var passað upp á að það gerðist ekki aftur. Það eru 40 mínútur í leik og Njarðvíkingar eru í miklum meirihluta. Það er allt að fyllast.Fyrir leik: Ef Stjarnan ætlar ekki í sumarfrí áður en apríl rennur í garð verður það að standa sig betur í fráköstunum. Njarðvík tók 17, já 17, sóknarfráköst í síðasta leik. Stjarnan tók 25 varnarfráköst, aðeins átta fleiri en Stjarnan undir hennar eigin körfu. Njarðvíkingar fengu skipti eftir skipti 2-3 tækifæri í sömu sókninni sem endurspeglast í skottilraunum þeirra. Njarðvík tók 39 þriggja stiga skot og hitti úr 13 sem gerir 33 prósent nýtingu. Þriggja stiga skotin voru fleiri en skotin inn í teig sem voru 36.Fyrir leik: Kaninn hjá Stjörnunni, Jeremy Atkinson, er að skora 26 stig að meðaltali í leik í seríunni og taka rétt ríflega 10 fráköst. Hann hefur verið mjög sterkur undir körfunni og erfitt fyrir Njarðvíkinga að ráða við hann. Justin Shouse er að skora 20,8 stig að meðaltali í þessari rimmu og gefa 7,2 stoðsendingar.Fyrir leik: Og talandi um Bonneau þá hefur meðaltal hans í skori aðeins lækkað frá deildarkeppninni en það er þó ekki neitt fyrir Njarðvíkinga að hafa áhyggjur af. Í þessari seríu er hann að skora 34 stig að meðaltali í leik, taka 7,8 fráköst og gefa 7,8 stoðsendingar. Það má lifa með því.Fyrir leik: Stefan Bonneau, leikstjórnandi Njarðvíkur, fór á kostum í síðasta leik og skoraði 45 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hann hefur auðvitað verið fáránlega góður síðan hann mætti í lið Njarðvíkur og var kjörinn besti leikmaður seinni hluta mótsins að deildinni lokinni. Í síðasta heimaleik Stjörnunnar tókst Garðbæingum þó að hafa hemil á Bandaríkjamanninum. Þá skoraði hann "aðeins" 20 stig en tók þó 14 fráköst.Fyrir leik: Heimavöllurinn virðist skipta miklu máli í þessu einvígi því liðin unnu heimaleikina sína gegn hvort öðru í deildarkeppninni. Stjarnan lagði Njarðvík í Ásgarði, 87-80, um miðjan desember en Njarðvík hafði sigur í Ljónagryfjunni, 101-88, í byrjun mars. Það þyrfti því engan að undra ef Stjarnan vinnur þennan leik og við fáum oddaleik í Njarðvík á fimmtudaginn.Fyrir leik: Allir þrír leikirnir í einvíginu hafa unnist á heimavelli. Njarðvík vann fyrsta leikinn, 88-82, í framlengingu en Stjarnan svaraði með 89-86 sigri hér í Ásgarði. Þriðja leikinn vann Njarðvík svo á fimmtudagskvöldið, 92-86, en allir leikirnir hafa verið svakalega spennandi.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð og velkomin með Vísi í Ásgarð. Hér verður leik Stjörnunnar og Njarðvíkur lýst í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvík er 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld.vísir/vilhelmvísir/vilhelmvísir/vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Stjarnan tryggði sér oddaleik með sigri á Njarðvík, 96-94, í fjórðu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Staðan er nú 2-2 og verður allt undir í Njarðvík á fimmtudaginn. Leikurinn var ótrúlegur og virkilega skemmtilegur, en Njarðvík hefði getað tryggt sér framlengingu þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Logi Gunnarsson fór þá einn í hraðaupphlaup en Tómas Þórður Hilmarsson varði skot hans meistaralega.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Eins og í fyrri leikjum liðanna var spennan mikil og skiptust þau á að hafa forystuna. Njarðvík leiddi framan af í fyrsta leikhluta en Stjarnan vann þann fyrsta, 26-23, og annan, 24-23. Fjögurra stiga munur í hálfleik, 50-46. Stjarnan setti tóninn strax í frákastabaráttunni jafnt í sókn sem vörn og var augljóst að það sama og í síðasta leik átti ekki að gerast þegar Stjarnan tók aðeins nokkrum fleiri varnarfráköst en Njarðvík sóknarfráköst. Það þýddi að Njarðvík fékk ekki jafnmarga sénsa í hverri sókn en Stefan Bonneau var alveg sama um það. Hann setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik úr aðeins sjö skotum. Í heildina skoraði Bonneau 34 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur. Flestir þristarnir voru langt fyrir utan teiginn og oftast með mann í sér. Þessi leikmaður er náttúrlega ekki hægt á köflum en honum tekst að gera alla kjaftstopp leik eftir leik. Bonneau sá um stigaskor Njarðvíkur í fyrri hálfleik og skoraði 20 stig. Maciej Baginski kom sterkur inn og skoraði sjö stig. Hann var áræðinn, sótti á körfuna og virkaði fullur sjálfstrausts. Hjá Stjörnunni vaknaði Dagur Kár Jónsson til lífsins eftir dapra tvo leiki. Hann skoraði ellefu stig í fyrri hálfleik og stýrði spili heimamanna vel. Dagur Kár endaði með 17 stig og fjórar stoðsendingar. Virkilega góður leikur hjá honum.Snorri Hrafnkelsson neglir niður auglýsingaskilti eftir baráttu undir körfunni.vísir/vilhelmÞað var kominn alvöru úrslitakeppnisstemning í leikmenn, þjálfara og áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Sérstaklega dómarana eins og oft vill verða. Bæði lið vissu hversu mikilvægur þessi leikur var. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fjórða leikhluta náði Stjarnan fjórtán stiga forskoti. Það var og varð mesti munurinn á liðunum í leiknum. Margir héldu þar að leik væri lokið. Ekki Njarðvíkingar. Gestirnir áttu magnað áhlaup og minnkuðu muninn niður í tvö stig, 75-73, þegar tíu mínútur voru eftir. Varnarleikur Njarðvíkinga miklu betri á þeim tímapunkti og skotin aftur farin að detta. Stjarnan tók aftur gott forskot í fjórða leikhluta og var sex stigum yfir, 91-85, þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Njarðvíkingar fengu ekkert stopp í vörninni á þeim tímapunkti og Atkinson réði ríkjum í teignum. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin í 93-93 með þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta var eftir. Ólafur Helgi Jónsson með þrist og spennan rafmögnuð. Stjarnan var svo með boltann, 96-94 yfir, og áttu innkat þegar níu sekúndur voru eftir. En veislunni var langt frá því lokið. Logi Gunnarsson stal boltanum af Justin úr innkastinu og fór einn að körfu Stjörnunnar með möguleika á að jafna. En þá birtist allt í einu Tómas Þórður Hilmarsson og varði skot hans með tilþrifum. Gjörsamlega geggjað hjá Tómasi og það varð til þess að Stjarnan kláraði leikinn. Oddaleikur í Njarðvík á fimmtudaginn er staðreynd og er það ekkert minna en körfuboltaunnendur eiga skilið. Þessi lið eru of jöfn og of skemmtileg til að landanum verði ekki skemmt með fimmta leiknum.Stjarnan-Njarðvík 96-94 (26-23, 24-23, 25-27, 21-21)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 30/11 fráköst, Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 17, Marvin Valdimarsson 12/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 7/9 fráköst, Daði Lár Jónsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Jón Orri Kristjánsson 2, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0.Njarðvík: Stefan Bonneau 34/8 fráköst, Logi Gunnarsson 22/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 13, Snorri Hrafnkelsson 8/9 fráköst, Ágúst Orrason 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Mirko Stefán Virijevic 4, Magnús Már Traustason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0.vísir/vilhelmJustin: Of mikill snjór úti til að fara í sumarfrí "Leikirnir á milli liðanna sem enda í fjórða og fimmta sæti eru vanalega bestir. Þetta var samt ekki auðvelt í kvöld," sagði glaðbeittur Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi eftir leik. Justin hafði ekkert nema góða hluti að segja um Tómas Þórð Hilmarsson og ungu stráka Stjörnunnar eftir sigurinn, en Tómas Þórður átti tilþrif leiksins þegar hann varði skot Loga Gunnarssonar á síðustu sekúndunum. "Tommi Hilmars bauð upp á tilþrif ársins með þessari blokk. Við lögðum mikið á okkur og unnum leikinn. Það er of mikill snjór úti til að fara í sumarfrí núna," sagði Justin og hló. "Tommi elti hann bara uppi. Mér fannst brotið á mér og flestir bjuggust við villu. En við höfum séð Tomma gera þetta allt tímabilið. Við höfum séð þetta á æfingum þannig þetta kom okkur ekki á óvart." "En að gera þetta í svona leik þegar nokkrar sekúndur eru eftir er alveg rosalegt. Við þurfum á því að ungu strákarnir stígi upp í þessum leikjum." Stjarnan náði mest fjórtán stiga forystu sem Njarðvík minnkaði niður í tvö og Njarðvík jafnaði svo leikinn eftir að Stjarnan var aftur komin með góða forystu í fjórða leikhluta. "Það er kraftur í Njarðvík. Við slökuðum aðeins á og gáfum þeim tvö auðveld sniðskot. Með því voru þeir komnir aftur inn í leikinn. Þetta megum við ekki gera. Logi setur svo niður þrist og allt í einu var þetta orðið jafnt," sagði Justin, og nú er það bara oddaleikur. "Þetta verður barátta á fimmtudaginn og við verðum að vera sterkari þá eins og í dag. Njarðvík var sterkara liðið í síðasta leik og vann fleiri bolta. En nú vorum það við og það borgaði sig," sagði Justin Shouse.vísir/vilhelmLogi: Hann sló aðeins í mig "Það er erfitt að tapa jöfnum leikjum en maður veit að allt getur gerst á síðustu mínútum," sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Vísi eftir leik. "Við fengum skot til að jafna þetta og annan séns eftir það en við náðum ekki að klára þetta. Við erum bara tilbúnir í næstu baráttu á fimmtudaginn." Logi hefði getað jafnað leikinn með auðveldu sniðskoti þegar nokkrar sekúndur voru eftir en Tómas Þórður Hilmarsson varði skotið hans. "Hann fór aðeins í höndina á mér. Ekki kannski nógu mikið til að það hafi sést almennilega en nóg til að ég brenndi af. Hann sló aðeins í mig og "blokkaði" mig," sagði Logi. "Það er ekkert hægt að ætlast til að fá villu þegar það er ekki sjáanlegt. Ég komst aleinn í gegn og reyndi eins og ég gat. En svo fengum við annan séns sem við áttum að nýta miklu betur." "Það var erfitt að gera eitthvað í skotinu á undan en síðasta sóknin var ekki nógu góð. Við vorum að reyna koma Stefan í gott skot en það tókst ekki. Ég hafði bara fimm sekúndur til að koma boltanum út." Oddaleikur er næst á dagskrá á fimmtudaginn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvíkingar eru þar sigurstranglegri bara fyrir þær sakir að allir leikir liðanna í vetur hafa unnist á heimavelli. "Maður vissi alltaf að þetta gæti farið í oddaleik. Við höfum sjálfstraust á heimavelli og ætlum að mæta dýrvitlausir í næsta leik. Við höfum verið að spila vel og erum með sjálfstraust fyrir síðasta leikinn," sagði Logi Gunnarsson.Leiklýsing: Stjarnan - Njarðvík40.00 (96-94) LEIK LOKIÐ! Justin stelur boltanum í innkastinu og það verður oddaleikur í Njarðvík. Þvílíkur endir.39.56 (96-94) ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! Ég trúi ekki eigin augum! Logi vinnur boltann af Justin Shouse og fer í hraðaupphlaup og getur jafnað leikinn. Tómas Þórður eltir hann uppi og ver skotið!!! Þvílík tilþrif. Fjórar sek eftir og Njarðvík með boltann.39.51 (96-94) Ólafur Helgi skorar úr einu vítaskoti. Logi fær dæmdan á sig fót þegar skotklukka Stjörnunnar er að renna út. Níu sekúndur eftir og Stjarnan getur spilað út tímann. Á hverjum verður brotið?39:30 (96-93) Atkinson setur niður tvö vítaskot. Bonneau reynir þrist úr Hafnarfirði en hittir ekki. Atkinson tekur frákastið, fiskar villu og skorar úr öðru vítaskotinu.39:05 (93-93) Tómas Þórður sækir tvö vítaskot og hittir úr þeim báðum. Bonneau svarar með glæsilegri körfu. Stjarnan tekur leikhlé. 55 sek eftir.38:35 (91-91) Ólafur Helgi jafnar leikinn með þriggja stiga körfu!!!38:00 (91-88) Snorri fær ruðning á Atkinson og hinum megin setur Maciej niður tvö víti þegar tvær mínútur eru eftir.37:19 (91-85) Njarðvík nær bara ekki stoppi í varnarleiknum þó skotin séu farin að detta aftur. Atkinson sækir á Snorra og skorar með ótrúlegum hætti. Heppni í þessu en telur.36:45 (89-83) Marvin með góða körfu fyrir Stjörnuna en Logi svarar með þristi. Marvin setur svo bara aðra geggjaða körfu í andlitið á Loga.35:45 (85-80) Snorrir Hrafnkels heggur á hnútinn fyrir Njarðvík og Maceij bætir svo við tveimur stigum með sniðskoti. Fimm stiga munur.33:48 (85-76) Marvin bætir við tveimur stigum úr hraðaupphlaupi. Bonneau reynir svakalega erfitt skot hinum megin og hittir ekki einu sinni spjaldið. Hann er meiddur, það er engin spurning. Njarðvík tekur leikhlé og hann haltrar út af. Heldur um nárann sýnist mér.33:05 (83-76) Justin með annað risaskot um leið og skotklukkan rennur út. Njarðvík aftur í miklum eltingarleik og ekki að hitta vel.31:42 (81-73) Njarðvík fær tvö tækifæri til að jafna leikinn en Jón Orri skorar fyrstu stig lokafjórðungins af vítalínunni. Stjarnan tekur sóknarfrákast eftir það síðara og Justin bombar niður þriggja stiga skoti. Þetta var dýrt. Marvin setur svo niður annan þrist í næstu sókn.30.00 (75-73) Þriðja leikhluta lokið. Þvílík endurkoma hjá Njarðvík! Logi Gunnarsson setur niður þrist eftir frábæra sókn Njarðvíkur og Dagur Kár brennir af lokaskoti Stjörnunnar. Njarðvík var mest fjórtán stigum undir en munurinn aðeins tvö stig núna og tíu mínútur eftir.29:12 (74-70) Þristur frá Ágústi. Njarðvík með áhlaup hérna undir lok fjórðungsins. Miklu betri varnarleikur hjá Njarðvík núna. En hvað?! Nei, nei. Friðrik Ingi fær dæmda á sig tæknivillu fyrir að rífast í Leifi og félögum!27:28 (72-65) Bonneau fiskar villu í þriggja stiga skoti á Justin og allt verður vitlaust. Bonneau meiðist og þarf að fara út af. Þetta er ekki gott. Hann gengur þó óstuddu af velli. Ágúst Orra kemur inn til að taka vítin og hittir úr tveimur af þremur.26:50 (72-63) Fimm stig í röð frá Njarðvík. Bonneau skorar og fær víti en brennir af vítaskotinu. Snorri berst fyrir frákastinu og boltinn endar hjá Loga sem setur niður þrist.26:04 (72-58) Stjarnan er að stinga af og Njarðvík að missa hausinn. Gestirnir farnir að brjóta heimskulega og missa boltann. Fjórtán stiga munur.25:26 (68-58) Bonneau með fyrsta þristinn sinni í seinni hálfleik og þann sjötta í heildina. Hann er náttúrlega ekki hægt. Snorri fær sína fjórðu villu hinum megin er hann reynir að verjast Atkinson og er tekinn út af. Atkinson setur bæði skotin niður. Justin skorar þriggja stiga körfu og munurinn tíu stig!24:09 (63-55) Logi skorar fallega körfu fyrir Njarðvík en Dagur Kár heldur áfram að fara á kostum. Hann fiskar villu á Snorra, hans þriðja í leiknum. Dagur setur bæði vítaskotin niður. Áfram átta stiga munur.23:38 (61-53) Jón Orri brennir af tveimur vítaskotum fyrir Stjörnuna. Logi hittir ekki úr þriggja stiga skoti en Bonneau tekur frákastið og skorar. Atkinson setur niður þrist hinum megin, vinnur boltann svo í vörninni og skorar aftur. Friðrik Ingi tekur leikhlé. Mesti munur leiksins.22:01 (56-51) Dagur Kár setur niður þriggja stiga skot og eitt víti í næstu sókn. Hann er að spila svakalega vel.20:43 (52-51) Bonneau skorar fyrstu stig seinni hálfleiks en Marvin svarar með ljúfri körfu hinum megin. Logi Gunnarsson skorar annan þrist sinn í leiknum og munurinn eitt stig.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Stefan Bonneau er stigahæstur á vellinum með 20 stig. Hann er búinn að skora fimm þriggja stiga körfur úr sjö skotum en taka aðeins tvö skot í teignum. Næsti maður hjá Njarðvík er Maciej með sjö stig. Logi Gunnarsson er að kasta múrsteinum með einn þrist úr fimm tilraunum. Hjá Stjörnunni er Jeremy Atkinson stigahæstur með 16 stig. Hann er sex af ellefu í teignum og búinn að taka sjö fráköst. Dagur Kár er með ellefu stig og Justin tíu stig. Nú er Stjarnan yfir Njarðvík í sóknarfráköstum með níu á móti sex. Stjarnan er að vinna frákastabaráttuna í heildina með 22 slík á móti 18. Munar þó ekki miklu.20:00 (50-46) Fyrri hálfleik lokið. Tómas Þórður Hilmarsson tekur síðasta skotið fyrir heimamenn fyrir utan þriggja stiga línuna. Væntanlega ekki það sem lagt var upp með. Það geigar og Stjarnan fjórum stigum yfir.19:46 (50-46) Fimm stig í röð frá Stjörnunni en í milltíðinni brennir Ágúst Orra af tveimur vítaskotum. Logi og Bonneau komast í hraðaupphlaup en Logi kastar boltanum út af. Stjarnan tekur leikhlé og fær síðustu sóknina.18:51 (48-46) Justin heldur betur vaknaður og setur niður annan þrist. Tveggja stiga forysta Stjörnunnar og Friðrik Ingi tekur leikhlé. Þetta er fram og til baka. Verður alvöru leikur allt til enda.18:17 (45-46) Stjarnan kemst yfir en Hjörtur Rafn skorar tveggja stiga körfu eftir að ná sóknarfrákasti. Hann fær víti líka sem kveikir í húsinu en hann misnotar vítaskotið.17:30 (43-44) Justin lætur aftur reyna og setur núna niður þriggja stiga skot. Stjarnan vinnur boltann og getur endurheimt forsktið.16:33 (40-42) Logi Gunnarsson eykur muninn með fyrstu þriggja stiga körfu sinni í leiknum en hinum megin setur Justin niður skot úr teignum.15:42 (38-39) Jón Orri hendir boltanum út af fyrir Stjörnuna og Snorri kemur Njarðvík yfir með mjúku skoti úr teignum.15:03 (38-37) Maciej setur niður huggulegt sniðskot fyrir Njarðvík og í vörninni ver Hjörtur Rafn skot frá Atkinson með frábærum varnarleik. Snorri Hrafnkels minnkar muninn í eitt stig með einfaldri körfu eftir gott spil gestanna og Hrafn tekur leikhlé.13:28 (37-31) Þvílík tilþrif hjá Bonneau! Ertu að grínast í mér?! Byrjar á því að setja niður fimmta þristinn og ver svo skot Daða Lárs í hraðaupphlaupi. Þetta var rugl. Atkinson setti þrist í millitíðinni og því enn sex stiga forysta.12:39 (34-28) Stjarnan að taka völdin. Justin stelur boltanum aftur og gefur á Dag Kár sem þrumar honum fram á Atkinson. Bandaríkjamaðurinn tekur sig til og treður með látum. Þetta er alvöru.11:40 (31-28) Daði Lár, bróðir Dags Kár, er kominn inn á og setur niður þrist. Hann setti nokkra í síðasta leik. Justin vinnur svo boltann í næstu sókn Njarðvíkur.10:45 (28-28) Maciej skorar fyrstu fimm stig Njarðvíkur úr vítaskotum og með þriggja stiga körfu. Atkinson skorar fyrir Stjörnuna. Jafn leikur.10.00(26-23) Fyrsti leikhluti búinn. Bonneau skorar fjórða þristinn úr fimm skotum og enn og aftur langt fyrir utan teig. Kemur stöðunni niður í 24-23 en Dagur Kár blakar frákasti ofan í eftir skot Marvins um leið og leiktíminn rennur út. Bonneau stigahæstur á vellinum með 13 stig en Dagur heldur betur vaknaður með 11 stig.08:35 (22-18) Dagur Kár með þriggja stiga körfu með mann í andlitinu á sér. Nær sex stiga forskoti fyrir Stjörnuna í nokkrar sekúndur áður en Mirko skorar undir körfunni hinum megin.07:27 (19-16) Tómas Þórður Hilmarsson skorar með þriggja stiga skoti galopinn fyrir utan. Stjarnan stelur svo boltanum, Justin sendir hann fram á Dag Kár sem skorar auðveldlega og heimamenn aftur komnir yfir.06:05 (12-16) Bonneau setur niður tvo fáránlega þrista og heldur gestunum í forystu eftir góðar körfur frá Degi Kár. Sturlaðir þristar hjá Bonneau með mann í sér í bæði skiptin.04:15 (6-8) Marvin jafnar leikinn af vítalínunni en Logi skorar tvö stig hinum megin eftir að taka sóknarfrákast. Harka í Loga. Vel gert.02:40 (4-6) Ágúst Angantýsson tekur tvo sóknarfráköst í sömu sókninni og Atkinson blakar niður því þriðja og skorar tvö stig. Smá hamagangur í sókn beggja liða.01:28 (2-5) Hjörtur skorar fyrir Njarðvík og Bonneau kemst í gang með þristi eftir sóknarvillu heimamanna.00:34 (2-0) Jeremy Atkinon skorar fyrstu stig leiksins eftir að Njarðvík byrjaði í sókn. Til allrar lukku fyrir heimamenn tóku þeir fyrsta frákastið.Fyrir leik: Leikmannakynning hafin. Það eru rétt rúmar fimm mínútur í leik.Fyrir leik: Það er alvöru úrslitakeppnisstemning í húsinu! Silfurskeiðin svarar smá peppi frá Njarðvíkingum með nokkrum af sínum frægu lögum. Þetta verður eitthvað hérna í kvöld!Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Toppmenn sem verða vonandi í aukahlutverki í kvöld.Fyrir leik: Dagur Kár Jónsson, bakvörður Stjörnunnar, þarf að fara vakna að vakna aftur til lífs í þessu einvígi. Þessi magnaði ungi leikmaður skoraði yfir 18 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni en er aðeins með 9,4 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum gegn Njarðvík. Hann reyndi aðeins þrjú skot úr teignum í síðasta leik og hitti úr einu. Þá hitti hann ekki úr neinu af þremur þriggja stiga skotum sínum. Stoðsendingarnar voru fjórar og hafa verið það í þessum leikjum. Þetta er leikmaður sem Stjarnan þarf á að halda í kvöld - og öll kvöld!Fyrir leik: Fiskikóngurinn stýrir tónlistinni hér í Ásgarði af sinni alkunnu snilld. Betri vallarplötusnúður finnst ekki. "Krossfeidin" jafnast á við Hausa og Borg á Dolly í nótt hef ég heyrt.Fyrir leik: Silfurskeiðinni var hleypt inn bakdyrameginn á undan öðrum eins og svo oft áður í úrslitakeppninni. Í síðasta heimaleik Stjörnunnar mættu Njarðvíkingar á undan skeiðinni, stálu bestu sætunum fyrir miðju þar sem Skeiðin situr alltaf og neituðu að færa sig. Það var passað upp á að það gerðist ekki aftur. Það eru 40 mínútur í leik og Njarðvíkingar eru í miklum meirihluta. Það er allt að fyllast.Fyrir leik: Ef Stjarnan ætlar ekki í sumarfrí áður en apríl rennur í garð verður það að standa sig betur í fráköstunum. Njarðvík tók 17, já 17, sóknarfráköst í síðasta leik. Stjarnan tók 25 varnarfráköst, aðeins átta fleiri en Stjarnan undir hennar eigin körfu. Njarðvíkingar fengu skipti eftir skipti 2-3 tækifæri í sömu sókninni sem endurspeglast í skottilraunum þeirra. Njarðvík tók 39 þriggja stiga skot og hitti úr 13 sem gerir 33 prósent nýtingu. Þriggja stiga skotin voru fleiri en skotin inn í teig sem voru 36.Fyrir leik: Kaninn hjá Stjörnunni, Jeremy Atkinson, er að skora 26 stig að meðaltali í leik í seríunni og taka rétt ríflega 10 fráköst. Hann hefur verið mjög sterkur undir körfunni og erfitt fyrir Njarðvíkinga að ráða við hann. Justin Shouse er að skora 20,8 stig að meðaltali í þessari rimmu og gefa 7,2 stoðsendingar.Fyrir leik: Og talandi um Bonneau þá hefur meðaltal hans í skori aðeins lækkað frá deildarkeppninni en það er þó ekki neitt fyrir Njarðvíkinga að hafa áhyggjur af. Í þessari seríu er hann að skora 34 stig að meðaltali í leik, taka 7,8 fráköst og gefa 7,8 stoðsendingar. Það má lifa með því.Fyrir leik: Stefan Bonneau, leikstjórnandi Njarðvíkur, fór á kostum í síðasta leik og skoraði 45 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hann hefur auðvitað verið fáránlega góður síðan hann mætti í lið Njarðvíkur og var kjörinn besti leikmaður seinni hluta mótsins að deildinni lokinni. Í síðasta heimaleik Stjörnunnar tókst Garðbæingum þó að hafa hemil á Bandaríkjamanninum. Þá skoraði hann "aðeins" 20 stig en tók þó 14 fráköst.Fyrir leik: Heimavöllurinn virðist skipta miklu máli í þessu einvígi því liðin unnu heimaleikina sína gegn hvort öðru í deildarkeppninni. Stjarnan lagði Njarðvík í Ásgarði, 87-80, um miðjan desember en Njarðvík hafði sigur í Ljónagryfjunni, 101-88, í byrjun mars. Það þyrfti því engan að undra ef Stjarnan vinnur þennan leik og við fáum oddaleik í Njarðvík á fimmtudaginn.Fyrir leik: Allir þrír leikirnir í einvíginu hafa unnist á heimavelli. Njarðvík vann fyrsta leikinn, 88-82, í framlengingu en Stjarnan svaraði með 89-86 sigri hér í Ásgarði. Þriðja leikinn vann Njarðvík svo á fimmtudagskvöldið, 92-86, en allir leikirnir hafa verið svakalega spennandi.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð og velkomin með Vísi í Ásgarð. Hér verður leik Stjörnunnar og Njarðvíkur lýst í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvík er 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld.vísir/vilhelmvísir/vilhelmvísir/vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira