Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 28. mars 2015 17:15 Strákarnir fagna með Eiði Smára eftir 25. landsliðsmarkið hans. vísir/afp Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. Jafnræði var með liðunum framan af leik. Heimamenn beittu mikið af löngum sendingum en þær báru lítinn árangur. Íslenska liðið náði smám saman betri tökum á leiknum og á 20. mínútu kom fyrsta markið. Markvörður Kasakstan, Andrei Sidelnikov, átti þá misheppnaða spyrnu fram völlinn, beint á Jóhann Berg Guðmundsson, sem tók við boltanum og sendi hann svo inn fyrir vörn heimamanna á Eið Smára sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark frá september 2009. Íslenska liðið hafði öll völd á vellinum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á 32. mínútu bætti Birkir Bjarnason öðru marki við með skalla eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Seinni hálfleikur var tíðindalítill. Heimamenn voru meira inni í leiknum en sköpuðu fá færi. Það besta fékk varnarmaðurinn Reant Abdulin þegar hann skallaði boltann í stöng íslenska marksins á 63. mínútu. Birkir Bjarnason bætti svo þriðja markinu við í uppbótartíma þegar hann skaut í varnarmann og inn. Fleiri urðu mörkin ekki og Íslendingar fögnuðu sínum fjórða sigri í riðlinum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. Jafnræði var með liðunum framan af leik. Heimamenn beittu mikið af löngum sendingum en þær báru lítinn árangur. Íslenska liðið náði smám saman betri tökum á leiknum og á 20. mínútu kom fyrsta markið. Markvörður Kasakstan, Andrei Sidelnikov, átti þá misheppnaða spyrnu fram völlinn, beint á Jóhann Berg Guðmundsson, sem tók við boltanum og sendi hann svo inn fyrir vörn heimamanna á Eið Smára sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark frá september 2009. Íslenska liðið hafði öll völd á vellinum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á 32. mínútu bætti Birkir Bjarnason öðru marki við með skalla eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Seinni hálfleikur var tíðindalítill. Heimamenn voru meira inni í leiknum en sköpuðu fá færi. Það besta fékk varnarmaðurinn Reant Abdulin þegar hann skallaði boltann í stöng íslenska marksins á 63. mínútu. Birkir Bjarnason bætti svo þriðja markinu við í uppbótartíma þegar hann skaut í varnarmann og inn. Fleiri urðu mörkin ekki og Íslendingar fögnuðu sínum fjórða sigri í riðlinum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira