Jóhann Berg: Ég lenti í bölvuðu veseni en ég er klár núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 08:15 Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira