Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 92-86 | Njarðvíkingar taka forystuna Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 26. mars 2015 18:30 Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur, sækir að Marvin Valdimarssyni. vísir/ernir Njarðvík tók forystuna, 2-1, með því að sigra í Ljónagryfjunni í kvöld í enn einum spennuleiknum í einvígi Njarðvíkinga og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Lokatölur 89-86 og Njarðvíkingar eiga möguleika á að klára einvígið á sunnudaginn kemur í Ásgarði. Baráttan var í fyrirrúmi í upphafi leiks sem kom jafnvel niður á gæðum leiksins í kvöld en heimamenn voru aðeins fljótari úr startholunum og náðu sér í sex stig forskot um miðjan fyrsta fjórðung, 12-6. Heimamenn náðu að halda Stjörnunni sex stigum frá sér alveg til loka leikhlutans en þeir náðu að spila betri varnarleik í fjórðungnum og því til stuðnings þá töpuðu Stjörnumenn fjórum boltum á móti engum Njarðvíkinga á fyrstu 10 mínútunum. Staðan var 22-16 fyrir heimamenn í leikhléi. Stjörnumenn byrjuðu af meiri krafti í öðrum leikhluta og voru búnir að jafna leikinn á fyrstu mínútu leikhlutans. Þar kom að góðum notum óíþróttamannsleg villa sem Njarðvíkingar fengu dæmda á sig og var hún nýtt að fullu af hálfu Stjörnunnar. Njarðvíkingar voru þó fljótir að taka við sér og náðu forskotinu aftur skömmu seinna en það varð aldrei meira en sex stig. Njarðvíkingar höfðu betur í sóknarfrákastabaráttunni en náðu þó ekki að nýta sér það til fullnustu. Njarðvíkingar leiddu með fimm stigum þegar farið var til búningsherbergja í hálfleik. Stigahæstir voru erlendu leikmenn liðanna þeir Stefan Bonneu hjá Njarðvík og Jeremy Atkins hjá Stjörnunni báðir með 17 stig. Bonneau var að auki með sex stoðsendingar en Atkins reif niður átta fráköst með stigunum sínum. Baráttan og barningurinn hélt áfram í þriðja leikhluta sem einkenndist af því að liðin náðu litlum sprettum á hvort annað á milli þess sem þau skiptust á að skora. Dómararnir leyfðu Alltaf náðu heimamenn að halda Stjörnunni nokkrum stigum frá sér en Stjarnan komst ekki nær en einu stigi. Njarðvíkingar enduðu leikhlutann betur og komust mest átta stigum yfir þegar nokkrar sekúndur lifðu leikhlutans en Daði Lár Jónsson skoraði þriggja stiga flautukörfu og lagaði muninn í fimm stig þegar gengið var til leikhlés. Aftur komu Stjörnumenn af meiri krafti út í fjórða leikhluta og áttu þeir fyrstu fjögur stig leikhlutans. Þeir héldu áfram að þjarma að heimamönnum og komust yfir í smástund þegar þriggja stiga skot rataði rétta leið. Heimamenn voru þó ekki lengi að svar og komast aftur yfir og skiptust liðin á körfum næstu andartökin ásamt því að berjast hart í vörninni. Þegar tæpar fjórar mínútur lifðu af leiknum komust Stjörnumenn aftur yfir 76-78. Þá fóru heimamenn á 8-0 sprett sem skilaði þeim sex stiga forskoti. Stjarnan náði þá 6-0 sprett og jöfnuðu leikinn sem þýddi enn einu sinni að liðin þurftu að spila allar 40 mínúturnar til að útkljá leikinn. Jafnt var á öllum tölum seinustu eina og hálfa mínútuna en Stjörnumenn fóru nokkuð illa að ráði sínu á seinustu mínútunni þar sem skot klikkuðu og dæmd var mjög ódýr villa á Marvin Valdimarsson. Heimamenn voru pollrólegir á línunni og kláruðu vítaskot sín og þar með náðu þeir að sigla sigrinum heim og ná sér í forskot í einvíginu. Stefan Bonneau var stigahæstur með 45 stig fyrir heimamenn en Jeremy Atkins skoraði 23 ásamt 11 fráköstum fyrir Stjörnuna. Njarðvíkingar eygja von um að klára einvígið í Ásgarði á sunnudaginn en það er ekkert gefið í þessu einvígi og má búast við að bæði lið selji sig dýrt þar sem barátta og spenna verður í fyrirrúmi.Logi Gunnarsson: Heimavöllurinn skiptir máli, sérstaklega í enda leikjanna Logi Gunnarsson var sammála því að Njarðvíkingar væru komnir í góð mál eftir enn einn baráttu leik milli Njarðvíkur og Stjörnunnar í Ljónagryfjunni. „Svona er þetta bara, barátta út í gegn þar sem tvö frábær lið berjast og finn ég ekki fyrir löppunum á mér sökum þreytu. Það gæti verið að menn séu farnir að vera þreyttir eftir þrjá hörkuleiki en maður verður að keyra sig út varnarlega í svona leikjum og erum við heppnir að vera með svona skorara eins og Stefan Bonneau. Þannig get ég einbeitt mér að vörninni og er mér sama hvort ég skori eitt eða 30 stig á meðan við vinnum, það er aðalmálið.“ Logi var því næst beðinn um að segja blaðamanni hvað Njarðvíkingar þurfa að gera á sunnudaginn til að klára einvígið. „Við byrjum á því að hvíla og borða vel í millitíðinni. Við þurfum að spila svona leik eins og við höfum gert í öllum leikjunum, höfum spilað vel. Þó við höfum tapað þar þá finnst mér við hafa spilað vel og áttum við að taka leikinn. Alveg eins og þeir hefðu getað tekið þennan leik. Heimavöllurinn skiptir pottþétt máli og þá sérstaklega í enda leikjanna.“Hrafn Kristjánsson: Njarðvíkingar tilbúnari en viðí þennan Þjálfari Stjörnunar var spurður að því hvað skildi á milli liðanna sem eigast við í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en enn einn hörkuleikurinn tapaðist hjá hans mönnum í LJónagryfjunni. „Munurinn liggur í því að við vorum ekki tilbúnir að frákasta boltann í kvöld, í mínum huga eigum við að vera með betra lið inn í teig í því að sækja fráköst en Njarðvík. Við vorum ekki nógu vinnusamir í kvöld.“ Hrafn var því næst spurður hvort menn væru farnir að vera þreyttir eftir þrjá hörkuleiki: „Við erum ekkert þreyttari en þeir, langt í frá, við hugsum vel um okkur milli leikja. Þetta snýst ekki um það, þetta snýst um það að þeir voru tilbúnari í þennan bolta í dag heldur en við. Því miður.“ Bakið á Stjörnumönnum er komið upp við vegginn en hvað þurfa þeir að gera til að koma í veg fyrir að sumarfrí hefjist á sunnudagskvöldið: „Við þurfum að halda áfram að verja heimavöllinn eins og við höfum verið að gera í allan vetur. Þá fáum við annan séns í einvíginu. Það eru bardagamenn í þessu liði og ég hef fulla trú á því að við vinnum þetta í Ásgarði.“ Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.[Bein lýsing]4. leikhluti | 92-86: Leik lokið. 2-1 fyrir Njarðvík og möguleiki á að loka einvíginu á sunnudag.4. leikhluti | 89-86: Stjarnan með boltann og freistar að jafna metin. Það tókst ekki þegar þrjár sek. eru eftir og tekið er leikhlé. Stjörnumenn þurfa kraftaverk.4. leikhluti | 89-86: Heimamenn skoruðu úr einu víti, Stjarnan klikkaði á skoti og brotið var á Ágústi Orrasyni sem hélt á vítalínuna fyrir heimamenn þar sem vítin fóru bæði niður og tekið var leikhlé þegar 19 sek. eru eftir. Aftur spenna, aftur gaman.4. leikhluti | 86-86: Mikill hamagangur núna. Njarðvík klikkar á skoti og Marvin Valdimarsson fær dæmda á sig mjög tæpa villu, það var mikill bolti í slættinum hjá honum. Leikhlé tekið þegar 34 sek. eru eftir.4. leikhluti | 86-86: Allt í góðu og rétt staða komin. Stjörnumenn jafna og mínúta eftir.4. leikhluti | 86-84: Gera þarf stutt hlé þar sem einhver villa virðist vera á stigatöflunni og er farið yfir hlutina núna. 1:21 eftir.4. leikhluti | 84-84: Stjarnan nýtti tækifærið og jafnaði leikinn, Atkins með flott gegnumbrot og laglegt sniðskot. 1:32 eftir og allt í járnum.4. leikhluti | 84-82: Þarna gerir Bonneau hinsvegar slæm mistök, hann gefur Degi Kár olnbogaskot og fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu réttilega. Dagur fer á línuna og setur vítin niður og Stjarnan fær boltann aftur. 1:49 eftir.4. leikhluti | 84-78: 8-0 sprettur frá heimamönnum, síðustu stig komu frá Bonneau úr þriggja stiga skoti og stóð hann nær Keflavík heldur en nokkru öðru þegar hann smellti boltanum heim. 2:14 eftir.4. leikhluti | 81-78: Ágúst Orrason skorar þriggja stiga körfu og kemur heimamönnum yfir og Stjarnan tekur leikhlé þegar 2:57 eru eftir af leiknum. Þetta stefnir niður vírinn fræga.4. leikhluti | 78-78: Það er jafnt og Bonneau er kominn með 40 stig, hvað annað er nýtt? 3:22 eftir.4. leikhluti | 76-78: Gestirnir eru komnir yfir aftur en þeim hefur gengið betur að finna körfuna. Leikhlé tekið þegar 3:43 eru eftir. 4. leikhluti | 76-73: Stjörnumenn komust yfir í smástund áðan en heimamenn voru ekki lengi að svara og komast yfir. Liðin skiptast síðan á körfum og heimamenn eru með fjögur stig í forskot. 4:51 eftir. 4. leikhluti | 67-64: Stjörnumenn áttu fyrstu fjögur stig leikhlutans en heimamenn eru búnir að svara þeim spretti og halda þriggja stiga forskoti þegar Stjörnumaður skrefar og missir boltann. 7:50 eftir.4. leikhluti | 65-60: Seinasti leikhlutinn er hafinn, Stjarnan átti boltann en náði ekki að skora. 9:33 eftir3. leikhluti | 65-60: Bonneau er ótrúlegur, nú var brotið á honum í þriggja stiga skoti sem rataði heim sem og vítið. Það var átta stiga munur en Daði Lár skoraði flautukörfu til að minnka muninn í fimm stig við lok leikhlutans.3. leikhluti | 61-56: Skipst á körfum en Bonneau var að enda við að setja niður sniðskot og fá villu. Vítið setti hann niður. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 56-54: Bonneau nær í villu í þriggja stiga skoti og setur öll vítin niður. Munurinn varð fimm stig í nokkrar sek. Marvin Valdimarsson skoraði og fékk villu að auki, vítið rataði rétta leið og munurinn strax aftur 2 stig. 2 mín. eftir.3. leikhluti | 53-51: Logi Gunnarsson hefur haldið sér rólegum í stigaskori í kvöld en hann er einungis með 2 stig, hann hefur hinsvegar verið að standa sig vel í varnarleiknum. Njarðvíkingar missa boltann frá sér og Stjörnumenn ná að minnka muninn niður í tvö stig, 5-0 sprettur. 3:03 eftir.3. leikhluti | 53-48: Njarðvíkingar halda áfram að rífa niður sóknarfráköst en þau eru orðin 14 talsins, verst fyrir þá er að þeir ná ekki að nýta sér það nógu vel. Bæði lið eru komin í bónus villulega séð. 3:55 eftir.3. leikhluti | 53-46: Dómararnir eru hættir að leyfa hluti eins og á fyrstu andartökum leikhlutans og nú er flautað af krafti. Liðin skiptast á að setja niður körfur hvort sem það er utan af velli eða af vítalínunni. 5:01 eftir.3. leikhluti | 48-42: Þarna fengu Njarðvíkingar stóran greiða. Bonneau skoraði þriggja stiga körfu en fjarri boltanum var brotið á heimamanni. Þriggja stiga karfan gilti og heimamenn settu eina körfu í viðbót og því fimm stiga sókn. 6 mín. eftir.3. leikhluti | 43-42: Munurinn er eitt stig, heimamönnum gengur erfiðar að setja boltann í körfuna en það er sama baráttan í fyrirrúmi og leyfa dómararnir ýmislegt en það er bara gaman. 6:47 eftir.3. leikhluti | 41-39: Gestirnir eru fyrri á blað og það er þriggja stiga karfa sem ratar heim frá þeim, munurinn er því kominn niður í tvö stig og 9:29 eftir.3. leikhluti | 41-36: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru Stjörnumenn sem hefja leik. 9:59 eftir.2. leikhluti | 41-36: Hálfleikur!! Bæði lið settu stig á töfluna, heimamenn eru með forskotið. Stjörnumenn reyndu lokaskotið en Atkinson lét Ólaf Jónss. verja frá sér skot af stuttu færi.2. leikhluti | 37-34: Njarðvíkingum hefur gengið betur í baráttunni um sóknarfráköst eru komnir með 10 á móti einu Stjörnunnar en ná ekki að nýta sér það til fullnustu. Stjarnan sekkur þrist og minnkar muninn. 1:20 eftir.2. leikhluti | 37-31: Leikhlé tekið þegar 2:29 eru eftir. Það þarf að ræða sóknarleikinn núna en varnarleikur liðann hefur gengið vel.2. leikhluti | 22-22: Það hefur dregið saman í liðnum tapaðir boltar UMFN 6 Stjarnan 7. Báðum liðum gengur illa að skora þessa stundina, varnarleikurinn hefur tekið yfir leikinn og það er vel. 2:52 eftir.2. leikhluti | 35-31: Aftur skipst á körfum en heimamenn ná að halda gestunum alltaf nokkrum stigum frá sér eins og er en það hefur sýnt sig að þetta er fljótt að breytast. 4:28 eftir.2. leikhluti | 32-26: Njarðvíkingar hafa náð fimm stigum í röð og auka forskotið. Mirko er kominn inn á og er byrjaður að rífa niður fráköst. 6:33 eftir.2. leikhluti | 27-26: Það er skipst á körfum og forskotið er enn heimamanna. Atkinson er kominn með 16 stig. 7:36 eftir.2. leikhluti | 22-22: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn áttu fyrstu sókn og náðu tveimur sóknarfráköstum en nýttu það tækifæri ekki. Atkinson brunaði upp völlinn og var brotið á honum og dæmd óíþróttamannsleg villa. Bæði vítin fóru ofan í og Stjarnan átti boltann aftur. Aftur var brotið á Atkinson og fór hann á línuna aftur. Annað vítið fór niður og það er jafnt hjá okkur. 9:15 eftir.1. leikhluti | 22-16: Fyrsta fjórðung er lokið, Stjörnumenn skoruðu þriggja stiga körfu og heimamenn áttu lokaskotið sem geigaði og hafa Njarðvíkingar því þriggja stiga forskot í leikhléi.1. leikhluti | 22-16: Njarðvíkingar hafa ekki enn misst boltann frá sér í kvöld en Stjarnan hefur tapað fjórum boltum og það telur. Bæði lið hafa hinsvegar verið að klikka á vítum og það getur talið í lokin. 50 sek. eftir.1. leikhluti | 19-15: Bonneau hefur rofið 10 stiga múrinn í kvöld, hann hefur verið mjög áræðinn. Mirko er í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara og hefur ekki komið inn á aftur. Vonum að þetta sé ekki of alvarlegt. 2:12 eftir.1. leikhluti | 17-13: Leikhlé tekið þegar 2:58 eru eftir. Mikil barátta í leiknum og nokkrir leikmenn hafa fengið ansi hressilega skelli.1. leikhluti | 17-13: Liðin skiptast á körfum en það þarf að gera hlé á leiknum núna þar sem að Mirko Virijec skall í gólfinu af miklu afli eftir frákastabaráttu. 3:45 eftir.1. leikhluti | 14-11: Marvin Valdimarsson helmingaði muninn með þrist en síðan skiptast liðin á körfum. 4:48 eftir.1. leikhluti | 12-6: Heimamenn hafa náð upp betri varnarleik á upphafsmínútunum og er það að skila sér í sex stiga forskoti. 5:45 eftir.1. leikhluti | 7-6: Næstu fimm stig voru frá heimamönnum og kom Bonneau að þeim öllum, skoraði 3 sjálfur og gaf stoðsendingu. Atkinson svaraði með þriggja stiga körfu og er hann kominn með öll stig gestanna. 7:36 eftir.1. leikhluti | 2-3: Stjörnumenn voru fyrri á blað en þeir settu eitt víta af tveimur niður en Njarðvíkingar voru fljótir að svara. Atkinson setti síðan flott stökkskot niður. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Þegar örfáar mínútur eru í leik þá er varla hálfur fermeter laus í stúkunni. Við vonum að þetta hafi góð áhrif á liðin. Liðin kynnt til leiks og okkur er ekkert að vanbúnaði.Fyrir leik: Stigahæstir í leiknum í Ásgarði á mánudaginn voru þeir Jeremy Atkinson með 28 stig fyrir Stjörnuna og Logi Gunnarsson með 27 stig fyrir Njarðvíkinga. Það kemur örlítið á óvart sé tekið tillit til þess að Stefan Bonneau hefur verið stigahæstur allra held ég síðan hann komi í gegnum tollhliðið í Leifsstöð.Fyrir leik: Til marks um spennuna og barninginn sem hefur verið í einvíginu þá er mesta forskot sem hvort lið hefur verið með í fyrstu tveimur leikjunum verið heil níu stig. 17 sinnum hefur verið jafnt hjá liðunum og forystan hefur skipt um hendur 15 sinnum samtals í leikjunum tveimur. Litlar líkur á að það breytist í kvöld.Fyrir leik: Liðin hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn en fyrsti leikur einvígisins fór fram hér í Ljónagryfjunni fyrir viku síðan. Hann þurfti að framlengja áður en Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi 88-82. Stjarnan jafnaði svo einvígið í Ásgarði í ekki minni trylli 89-86.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Ljónagryfjuna þar sem Njarðvík og Stjarnan mætast þriðja sinni í úrslitakeppninni. Staðan er 1-1 í þessu spennandi einvígi. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Njarðvík tók forystuna, 2-1, með því að sigra í Ljónagryfjunni í kvöld í enn einum spennuleiknum í einvígi Njarðvíkinga og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Lokatölur 89-86 og Njarðvíkingar eiga möguleika á að klára einvígið á sunnudaginn kemur í Ásgarði. Baráttan var í fyrirrúmi í upphafi leiks sem kom jafnvel niður á gæðum leiksins í kvöld en heimamenn voru aðeins fljótari úr startholunum og náðu sér í sex stig forskot um miðjan fyrsta fjórðung, 12-6. Heimamenn náðu að halda Stjörnunni sex stigum frá sér alveg til loka leikhlutans en þeir náðu að spila betri varnarleik í fjórðungnum og því til stuðnings þá töpuðu Stjörnumenn fjórum boltum á móti engum Njarðvíkinga á fyrstu 10 mínútunum. Staðan var 22-16 fyrir heimamenn í leikhléi. Stjörnumenn byrjuðu af meiri krafti í öðrum leikhluta og voru búnir að jafna leikinn á fyrstu mínútu leikhlutans. Þar kom að góðum notum óíþróttamannsleg villa sem Njarðvíkingar fengu dæmda á sig og var hún nýtt að fullu af hálfu Stjörnunnar. Njarðvíkingar voru þó fljótir að taka við sér og náðu forskotinu aftur skömmu seinna en það varð aldrei meira en sex stig. Njarðvíkingar höfðu betur í sóknarfrákastabaráttunni en náðu þó ekki að nýta sér það til fullnustu. Njarðvíkingar leiddu með fimm stigum þegar farið var til búningsherbergja í hálfleik. Stigahæstir voru erlendu leikmenn liðanna þeir Stefan Bonneu hjá Njarðvík og Jeremy Atkins hjá Stjörnunni báðir með 17 stig. Bonneau var að auki með sex stoðsendingar en Atkins reif niður átta fráköst með stigunum sínum. Baráttan og barningurinn hélt áfram í þriðja leikhluta sem einkenndist af því að liðin náðu litlum sprettum á hvort annað á milli þess sem þau skiptust á að skora. Dómararnir leyfðu Alltaf náðu heimamenn að halda Stjörnunni nokkrum stigum frá sér en Stjarnan komst ekki nær en einu stigi. Njarðvíkingar enduðu leikhlutann betur og komust mest átta stigum yfir þegar nokkrar sekúndur lifðu leikhlutans en Daði Lár Jónsson skoraði þriggja stiga flautukörfu og lagaði muninn í fimm stig þegar gengið var til leikhlés. Aftur komu Stjörnumenn af meiri krafti út í fjórða leikhluta og áttu þeir fyrstu fjögur stig leikhlutans. Þeir héldu áfram að þjarma að heimamönnum og komust yfir í smástund þegar þriggja stiga skot rataði rétta leið. Heimamenn voru þó ekki lengi að svar og komast aftur yfir og skiptust liðin á körfum næstu andartökin ásamt því að berjast hart í vörninni. Þegar tæpar fjórar mínútur lifðu af leiknum komust Stjörnumenn aftur yfir 76-78. Þá fóru heimamenn á 8-0 sprett sem skilaði þeim sex stiga forskoti. Stjarnan náði þá 6-0 sprett og jöfnuðu leikinn sem þýddi enn einu sinni að liðin þurftu að spila allar 40 mínúturnar til að útkljá leikinn. Jafnt var á öllum tölum seinustu eina og hálfa mínútuna en Stjörnumenn fóru nokkuð illa að ráði sínu á seinustu mínútunni þar sem skot klikkuðu og dæmd var mjög ódýr villa á Marvin Valdimarsson. Heimamenn voru pollrólegir á línunni og kláruðu vítaskot sín og þar með náðu þeir að sigla sigrinum heim og ná sér í forskot í einvíginu. Stefan Bonneau var stigahæstur með 45 stig fyrir heimamenn en Jeremy Atkins skoraði 23 ásamt 11 fráköstum fyrir Stjörnuna. Njarðvíkingar eygja von um að klára einvígið í Ásgarði á sunnudaginn en það er ekkert gefið í þessu einvígi og má búast við að bæði lið selji sig dýrt þar sem barátta og spenna verður í fyrirrúmi.Logi Gunnarsson: Heimavöllurinn skiptir máli, sérstaklega í enda leikjanna Logi Gunnarsson var sammála því að Njarðvíkingar væru komnir í góð mál eftir enn einn baráttu leik milli Njarðvíkur og Stjörnunnar í Ljónagryfjunni. „Svona er þetta bara, barátta út í gegn þar sem tvö frábær lið berjast og finn ég ekki fyrir löppunum á mér sökum þreytu. Það gæti verið að menn séu farnir að vera þreyttir eftir þrjá hörkuleiki en maður verður að keyra sig út varnarlega í svona leikjum og erum við heppnir að vera með svona skorara eins og Stefan Bonneau. Þannig get ég einbeitt mér að vörninni og er mér sama hvort ég skori eitt eða 30 stig á meðan við vinnum, það er aðalmálið.“ Logi var því næst beðinn um að segja blaðamanni hvað Njarðvíkingar þurfa að gera á sunnudaginn til að klára einvígið. „Við byrjum á því að hvíla og borða vel í millitíðinni. Við þurfum að spila svona leik eins og við höfum gert í öllum leikjunum, höfum spilað vel. Þó við höfum tapað þar þá finnst mér við hafa spilað vel og áttum við að taka leikinn. Alveg eins og þeir hefðu getað tekið þennan leik. Heimavöllurinn skiptir pottþétt máli og þá sérstaklega í enda leikjanna.“Hrafn Kristjánsson: Njarðvíkingar tilbúnari en viðí þennan Þjálfari Stjörnunar var spurður að því hvað skildi á milli liðanna sem eigast við í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en enn einn hörkuleikurinn tapaðist hjá hans mönnum í LJónagryfjunni. „Munurinn liggur í því að við vorum ekki tilbúnir að frákasta boltann í kvöld, í mínum huga eigum við að vera með betra lið inn í teig í því að sækja fráköst en Njarðvík. Við vorum ekki nógu vinnusamir í kvöld.“ Hrafn var því næst spurður hvort menn væru farnir að vera þreyttir eftir þrjá hörkuleiki: „Við erum ekkert þreyttari en þeir, langt í frá, við hugsum vel um okkur milli leikja. Þetta snýst ekki um það, þetta snýst um það að þeir voru tilbúnari í þennan bolta í dag heldur en við. Því miður.“ Bakið á Stjörnumönnum er komið upp við vegginn en hvað þurfa þeir að gera til að koma í veg fyrir að sumarfrí hefjist á sunnudagskvöldið: „Við þurfum að halda áfram að verja heimavöllinn eins og við höfum verið að gera í allan vetur. Þá fáum við annan séns í einvíginu. Það eru bardagamenn í þessu liði og ég hef fulla trú á því að við vinnum þetta í Ásgarði.“ Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.[Bein lýsing]4. leikhluti | 92-86: Leik lokið. 2-1 fyrir Njarðvík og möguleiki á að loka einvíginu á sunnudag.4. leikhluti | 89-86: Stjarnan með boltann og freistar að jafna metin. Það tókst ekki þegar þrjár sek. eru eftir og tekið er leikhlé. Stjörnumenn þurfa kraftaverk.4. leikhluti | 89-86: Heimamenn skoruðu úr einu víti, Stjarnan klikkaði á skoti og brotið var á Ágústi Orrasyni sem hélt á vítalínuna fyrir heimamenn þar sem vítin fóru bæði niður og tekið var leikhlé þegar 19 sek. eru eftir. Aftur spenna, aftur gaman.4. leikhluti | 86-86: Mikill hamagangur núna. Njarðvík klikkar á skoti og Marvin Valdimarsson fær dæmda á sig mjög tæpa villu, það var mikill bolti í slættinum hjá honum. Leikhlé tekið þegar 34 sek. eru eftir.4. leikhluti | 86-86: Allt í góðu og rétt staða komin. Stjörnumenn jafna og mínúta eftir.4. leikhluti | 86-84: Gera þarf stutt hlé þar sem einhver villa virðist vera á stigatöflunni og er farið yfir hlutina núna. 1:21 eftir.4. leikhluti | 84-84: Stjarnan nýtti tækifærið og jafnaði leikinn, Atkins með flott gegnumbrot og laglegt sniðskot. 1:32 eftir og allt í járnum.4. leikhluti | 84-82: Þarna gerir Bonneau hinsvegar slæm mistök, hann gefur Degi Kár olnbogaskot og fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu réttilega. Dagur fer á línuna og setur vítin niður og Stjarnan fær boltann aftur. 1:49 eftir.4. leikhluti | 84-78: 8-0 sprettur frá heimamönnum, síðustu stig komu frá Bonneau úr þriggja stiga skoti og stóð hann nær Keflavík heldur en nokkru öðru þegar hann smellti boltanum heim. 2:14 eftir.4. leikhluti | 81-78: Ágúst Orrason skorar þriggja stiga körfu og kemur heimamönnum yfir og Stjarnan tekur leikhlé þegar 2:57 eru eftir af leiknum. Þetta stefnir niður vírinn fræga.4. leikhluti | 78-78: Það er jafnt og Bonneau er kominn með 40 stig, hvað annað er nýtt? 3:22 eftir.4. leikhluti | 76-78: Gestirnir eru komnir yfir aftur en þeim hefur gengið betur að finna körfuna. Leikhlé tekið þegar 3:43 eru eftir. 4. leikhluti | 76-73: Stjörnumenn komust yfir í smástund áðan en heimamenn voru ekki lengi að svara og komast yfir. Liðin skiptast síðan á körfum og heimamenn eru með fjögur stig í forskot. 4:51 eftir. 4. leikhluti | 67-64: Stjörnumenn áttu fyrstu fjögur stig leikhlutans en heimamenn eru búnir að svara þeim spretti og halda þriggja stiga forskoti þegar Stjörnumaður skrefar og missir boltann. 7:50 eftir.4. leikhluti | 65-60: Seinasti leikhlutinn er hafinn, Stjarnan átti boltann en náði ekki að skora. 9:33 eftir3. leikhluti | 65-60: Bonneau er ótrúlegur, nú var brotið á honum í þriggja stiga skoti sem rataði heim sem og vítið. Það var átta stiga munur en Daði Lár skoraði flautukörfu til að minnka muninn í fimm stig við lok leikhlutans.3. leikhluti | 61-56: Skipst á körfum en Bonneau var að enda við að setja niður sniðskot og fá villu. Vítið setti hann niður. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 56-54: Bonneau nær í villu í þriggja stiga skoti og setur öll vítin niður. Munurinn varð fimm stig í nokkrar sek. Marvin Valdimarsson skoraði og fékk villu að auki, vítið rataði rétta leið og munurinn strax aftur 2 stig. 2 mín. eftir.3. leikhluti | 53-51: Logi Gunnarsson hefur haldið sér rólegum í stigaskori í kvöld en hann er einungis með 2 stig, hann hefur hinsvegar verið að standa sig vel í varnarleiknum. Njarðvíkingar missa boltann frá sér og Stjörnumenn ná að minnka muninn niður í tvö stig, 5-0 sprettur. 3:03 eftir.3. leikhluti | 53-48: Njarðvíkingar halda áfram að rífa niður sóknarfráköst en þau eru orðin 14 talsins, verst fyrir þá er að þeir ná ekki að nýta sér það nógu vel. Bæði lið eru komin í bónus villulega séð. 3:55 eftir.3. leikhluti | 53-46: Dómararnir eru hættir að leyfa hluti eins og á fyrstu andartökum leikhlutans og nú er flautað af krafti. Liðin skiptast á að setja niður körfur hvort sem það er utan af velli eða af vítalínunni. 5:01 eftir.3. leikhluti | 48-42: Þarna fengu Njarðvíkingar stóran greiða. Bonneau skoraði þriggja stiga körfu en fjarri boltanum var brotið á heimamanni. Þriggja stiga karfan gilti og heimamenn settu eina körfu í viðbót og því fimm stiga sókn. 6 mín. eftir.3. leikhluti | 43-42: Munurinn er eitt stig, heimamönnum gengur erfiðar að setja boltann í körfuna en það er sama baráttan í fyrirrúmi og leyfa dómararnir ýmislegt en það er bara gaman. 6:47 eftir.3. leikhluti | 41-39: Gestirnir eru fyrri á blað og það er þriggja stiga karfa sem ratar heim frá þeim, munurinn er því kominn niður í tvö stig og 9:29 eftir.3. leikhluti | 41-36: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru Stjörnumenn sem hefja leik. 9:59 eftir.2. leikhluti | 41-36: Hálfleikur!! Bæði lið settu stig á töfluna, heimamenn eru með forskotið. Stjörnumenn reyndu lokaskotið en Atkinson lét Ólaf Jónss. verja frá sér skot af stuttu færi.2. leikhluti | 37-34: Njarðvíkingum hefur gengið betur í baráttunni um sóknarfráköst eru komnir með 10 á móti einu Stjörnunnar en ná ekki að nýta sér það til fullnustu. Stjarnan sekkur þrist og minnkar muninn. 1:20 eftir.2. leikhluti | 37-31: Leikhlé tekið þegar 2:29 eru eftir. Það þarf að ræða sóknarleikinn núna en varnarleikur liðann hefur gengið vel.2. leikhluti | 22-22: Það hefur dregið saman í liðnum tapaðir boltar UMFN 6 Stjarnan 7. Báðum liðum gengur illa að skora þessa stundina, varnarleikurinn hefur tekið yfir leikinn og það er vel. 2:52 eftir.2. leikhluti | 35-31: Aftur skipst á körfum en heimamenn ná að halda gestunum alltaf nokkrum stigum frá sér eins og er en það hefur sýnt sig að þetta er fljótt að breytast. 4:28 eftir.2. leikhluti | 32-26: Njarðvíkingar hafa náð fimm stigum í röð og auka forskotið. Mirko er kominn inn á og er byrjaður að rífa niður fráköst. 6:33 eftir.2. leikhluti | 27-26: Það er skipst á körfum og forskotið er enn heimamanna. Atkinson er kominn með 16 stig. 7:36 eftir.2. leikhluti | 22-22: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn áttu fyrstu sókn og náðu tveimur sóknarfráköstum en nýttu það tækifæri ekki. Atkinson brunaði upp völlinn og var brotið á honum og dæmd óíþróttamannsleg villa. Bæði vítin fóru ofan í og Stjarnan átti boltann aftur. Aftur var brotið á Atkinson og fór hann á línuna aftur. Annað vítið fór niður og það er jafnt hjá okkur. 9:15 eftir.1. leikhluti | 22-16: Fyrsta fjórðung er lokið, Stjörnumenn skoruðu þriggja stiga körfu og heimamenn áttu lokaskotið sem geigaði og hafa Njarðvíkingar því þriggja stiga forskot í leikhléi.1. leikhluti | 22-16: Njarðvíkingar hafa ekki enn misst boltann frá sér í kvöld en Stjarnan hefur tapað fjórum boltum og það telur. Bæði lið hafa hinsvegar verið að klikka á vítum og það getur talið í lokin. 50 sek. eftir.1. leikhluti | 19-15: Bonneau hefur rofið 10 stiga múrinn í kvöld, hann hefur verið mjög áræðinn. Mirko er í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara og hefur ekki komið inn á aftur. Vonum að þetta sé ekki of alvarlegt. 2:12 eftir.1. leikhluti | 17-13: Leikhlé tekið þegar 2:58 eru eftir. Mikil barátta í leiknum og nokkrir leikmenn hafa fengið ansi hressilega skelli.1. leikhluti | 17-13: Liðin skiptast á körfum en það þarf að gera hlé á leiknum núna þar sem að Mirko Virijec skall í gólfinu af miklu afli eftir frákastabaráttu. 3:45 eftir.1. leikhluti | 14-11: Marvin Valdimarsson helmingaði muninn með þrist en síðan skiptast liðin á körfum. 4:48 eftir.1. leikhluti | 12-6: Heimamenn hafa náð upp betri varnarleik á upphafsmínútunum og er það að skila sér í sex stiga forskoti. 5:45 eftir.1. leikhluti | 7-6: Næstu fimm stig voru frá heimamönnum og kom Bonneau að þeim öllum, skoraði 3 sjálfur og gaf stoðsendingu. Atkinson svaraði með þriggja stiga körfu og er hann kominn með öll stig gestanna. 7:36 eftir.1. leikhluti | 2-3: Stjörnumenn voru fyrri á blað en þeir settu eitt víta af tveimur niður en Njarðvíkingar voru fljótir að svara. Atkinson setti síðan flott stökkskot niður. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Þegar örfáar mínútur eru í leik þá er varla hálfur fermeter laus í stúkunni. Við vonum að þetta hafi góð áhrif á liðin. Liðin kynnt til leiks og okkur er ekkert að vanbúnaði.Fyrir leik: Stigahæstir í leiknum í Ásgarði á mánudaginn voru þeir Jeremy Atkinson með 28 stig fyrir Stjörnuna og Logi Gunnarsson með 27 stig fyrir Njarðvíkinga. Það kemur örlítið á óvart sé tekið tillit til þess að Stefan Bonneau hefur verið stigahæstur allra held ég síðan hann komi í gegnum tollhliðið í Leifsstöð.Fyrir leik: Til marks um spennuna og barninginn sem hefur verið í einvíginu þá er mesta forskot sem hvort lið hefur verið með í fyrstu tveimur leikjunum verið heil níu stig. 17 sinnum hefur verið jafnt hjá liðunum og forystan hefur skipt um hendur 15 sinnum samtals í leikjunum tveimur. Litlar líkur á að það breytist í kvöld.Fyrir leik: Liðin hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn en fyrsti leikur einvígisins fór fram hér í Ljónagryfjunni fyrir viku síðan. Hann þurfti að framlengja áður en Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi 88-82. Stjarnan jafnaði svo einvígið í Ásgarði í ekki minni trylli 89-86.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Ljónagryfjuna þar sem Njarðvík og Stjarnan mætast þriðja sinni í úrslitakeppninni. Staðan er 1-1 í þessu spennandi einvígi.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira