Hefur áhyggjur af því að Geysissvæðið verði „geld kýr“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. mars 2015 21:54 Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira