Tvöfalda þarf hótelrými á 7 árum Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2015 08:44 Grafík/GarðarSvavar Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira