Almyrkvi verður á vesturhluta Íslands árið 2026 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2015 16:50 Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni. Vísir/GVA Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva. Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva.
Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25