Vill byggja tveggja liða leikvang í Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2015 18:15 Kroenke með Jeff Fisher, þjálfara Rams. Vísir/Getty Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna. NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna.
NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira