Sport

Íhuga að breyta reglunni um aukastigið

Tvö stig. Manning myndi örugglega reyna oftar við tvö stig ef reglunum verður breytt.
Tvö stig. Manning myndi örugglega reyna oftar við tvö stig ef reglunum verður breytt. vísir/getty
Eigendur liða í NFL-deildinni munu örugglega gera reglubreytingar áður en næsta tímabil hefst.

Nú er helst í deiglunni að breyta reglunni um aukastigið svokallaða. Er lið skorar snertimark þá getur það tekið auðvelt spark sem skilar einu stigi eða sett upp í sókn af stuttu færi og reynt að fá tvö stig.

Öll liðin sætta sig við stigið nema mikið sé undir og liðið verði að fá tvö stig.

Það þykir allt of auðvelt að fá aukastigið í dag en 99,3 prósent sparka í aukastigi hittu í mark á síðasta tímabili.

Nú er búið að mæla með því að færa aukastigstilraun aftar þannig að liðin þyrftu að sparka af um 30 metra færi. Að sama skapi stendur til að færa vörnina jafnvel aftur á 1 jarda línuna ef lið vill reyna við tvö stig.

Það myndi freista fleiri liða til þess að reyna við tvö stig og breyta leiknum um leið.

Einnig yrði gerð sú breyting að varnarliðið fengi tvö stig ef hún ver sparktilraunina og skilar boltanum alla leið í markið hinum megin.

24 af 32 eigendum þurfa að samþykkja breytingar svo þær taki gildi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×