HIV faraldur gengur yfir Indiana, BNA - neyðaráætlun sett í gang Jón Tryggvi Sveinsson skrifar 30. mars 2015 21:15 Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar