Svik stjórnvalda og lögbrot við uppsagnir Árni Stefán Jónsson skrifar 30. mars 2015 15:10 Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun