Er íslensk tíska jafn kraftmikil og náttúran ykkar? 30. mars 2015 18:00 Ritstjórar Glamour út um allan heim Útgáfufyrirtækið Condé Nast, sem ásamt 365 gefur út GLAMOUR á Íslandi, leggur mikið upp úr samstarfi útgáfa á þeirra vegum, þvert á lönd og álfur. Það er gaman að vera hluti af GLAMOUR-fjölskyldunni.Cindi LeiveCindi Leive - ritstjóri Glamour í Bandaríkjunum „Þegar ég heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum síðan kom fyrirhafnalaus stíll ykkar mér á óvart, ekki bara í tísku heldur líka í heimili og hönnun. Ég gat ekki hætt að taka myndir! Ég er mjög spennt að sjá íslenska Glamour fanga þá stemningu og deila með heiminum. Hamingjuóskir og velkomin í Glamour -fjölskylduna!“Jo ElvinJo Elvin - ritstjóri Glamour í Bretlandi„Hamingjuóskir! Hlakka mikið til að lesa íslenska Glamour. Það er heilmargt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Ísland en mest öfunda ég ykkur á dagsljósinu allan sólahringinn á sumrin. Ást frá London, þar sem myrkrið skellur á klukkan 15 á daginn.“Maria FedorovaMaria Fedorova - ritstjóri Glamour í Rússlandi"Ég vil bjóða íslenska Glamour velkomið í stóra Glamour-liðið sem hefur lesendur um allan heim! Þegar ég hugsa um Ísland hugsa ég um fallegt landslag, og ótrúlega samblöndu kaldra vinda og heitra lauga, sem spilar sterkt inn í menningu landsins! Ég get ekki beðið eftir að sjá fyrsta blaðið og óska ritstjórninni alls hins besta. Það er gaman að lesa Glamour og það er gaman að búa til Glamour"Sanne Groot KoerkampSanne Groot Koerkamp - ritstjóri Glamour í Hollandi „Þetta er mjög spennandi! Þegar ég hugsa um Ísland velti ég fyrir mér hvort íslensk tíska sé jafn kraftmikil og náttúran ykkar?“Anna JurgasAnna Jurgas - ritstjóri Glamour í Póllandi„Þegar ég hugsa um Ísland sé ég fyrir mér mikið rými, vind og leiði hugann að saltbragði, töfrum og innri friði. Ég hugsa líka alltaf um svolítið sem vinur minn, sem er spámaður, sagði einu sinni umað ég hefði átt að fæðast í Reykjavík.“Andrea KettererAndrea Ketterer - ritstjóri Glamour í Þýskalandi„Velkomin í klúbbinn og gangi ykkur sem allra best! Þegar ég hugsa um Ísland sé ég fyrir mér dularfullt og náttúrulegt draumaland. Og já, álfa sem læðast um og fela sig undir steinum.“Monica SalgadoMonica Salgado - ritstjóri Glamour í Brasilíu„Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um Ísland er falleg og friðsæl náttúra sem Glamour mun fylla með litum og jákvæðri orku! Gangi ykkur sem allra best. Margir kossar frá heitu og sólríku Brasilíu – það er sagt að andstæður laðist hver að annarri svo við skulum gera eitthvað skemmtilegt saman.“Erin DohertyErin Doherty - ritstjóri Glamour í Frakklandi„Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um Ísland er magnað landslag! Mig dreymir um að koma og taka tískuþátt hjá ykkur. Einn daginn verður það að veruleika! Og þið eruð svo svöl að maður gleymir kuldanum… Velkomið íslenska Glamour! Með ást og stuðningi frá franska Glamour.“ Lucy Lara - ritstjóri Glamour í Mexíkó og Rómönsku Ameríku „Löngu kominn tími á Glamour ykkar megin á hnettinum. Velkomin!! Þegar ég hugsa um Ísland sé ég fyrir mér undursamlega náttúrlegafegurð, ekki bara á landinu heldur líka í ykkur fólkinu.“ Cristina Lucchini - ritstjóri Glamour á Ítalíu „Hlýjar kveðjur til íslenska Glamours frá ítölsku frændum ykkar! Con amore!“ Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Stærsta leyndarmáli Beyoncé uppljóstrað? Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour
Útgáfufyrirtækið Condé Nast, sem ásamt 365 gefur út GLAMOUR á Íslandi, leggur mikið upp úr samstarfi útgáfa á þeirra vegum, þvert á lönd og álfur. Það er gaman að vera hluti af GLAMOUR-fjölskyldunni.Cindi LeiveCindi Leive - ritstjóri Glamour í Bandaríkjunum „Þegar ég heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum síðan kom fyrirhafnalaus stíll ykkar mér á óvart, ekki bara í tísku heldur líka í heimili og hönnun. Ég gat ekki hætt að taka myndir! Ég er mjög spennt að sjá íslenska Glamour fanga þá stemningu og deila með heiminum. Hamingjuóskir og velkomin í Glamour -fjölskylduna!“Jo ElvinJo Elvin - ritstjóri Glamour í Bretlandi„Hamingjuóskir! Hlakka mikið til að lesa íslenska Glamour. Það er heilmargt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Ísland en mest öfunda ég ykkur á dagsljósinu allan sólahringinn á sumrin. Ást frá London, þar sem myrkrið skellur á klukkan 15 á daginn.“Maria FedorovaMaria Fedorova - ritstjóri Glamour í Rússlandi"Ég vil bjóða íslenska Glamour velkomið í stóra Glamour-liðið sem hefur lesendur um allan heim! Þegar ég hugsa um Ísland hugsa ég um fallegt landslag, og ótrúlega samblöndu kaldra vinda og heitra lauga, sem spilar sterkt inn í menningu landsins! Ég get ekki beðið eftir að sjá fyrsta blaðið og óska ritstjórninni alls hins besta. Það er gaman að lesa Glamour og það er gaman að búa til Glamour"Sanne Groot KoerkampSanne Groot Koerkamp - ritstjóri Glamour í Hollandi „Þetta er mjög spennandi! Þegar ég hugsa um Ísland velti ég fyrir mér hvort íslensk tíska sé jafn kraftmikil og náttúran ykkar?“Anna JurgasAnna Jurgas - ritstjóri Glamour í Póllandi„Þegar ég hugsa um Ísland sé ég fyrir mér mikið rými, vind og leiði hugann að saltbragði, töfrum og innri friði. Ég hugsa líka alltaf um svolítið sem vinur minn, sem er spámaður, sagði einu sinni umað ég hefði átt að fæðast í Reykjavík.“Andrea KettererAndrea Ketterer - ritstjóri Glamour í Þýskalandi„Velkomin í klúbbinn og gangi ykkur sem allra best! Þegar ég hugsa um Ísland sé ég fyrir mér dularfullt og náttúrulegt draumaland. Og já, álfa sem læðast um og fela sig undir steinum.“Monica SalgadoMonica Salgado - ritstjóri Glamour í Brasilíu„Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um Ísland er falleg og friðsæl náttúra sem Glamour mun fylla með litum og jákvæðri orku! Gangi ykkur sem allra best. Margir kossar frá heitu og sólríku Brasilíu – það er sagt að andstæður laðist hver að annarri svo við skulum gera eitthvað skemmtilegt saman.“Erin DohertyErin Doherty - ritstjóri Glamour í Frakklandi„Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um Ísland er magnað landslag! Mig dreymir um að koma og taka tískuþátt hjá ykkur. Einn daginn verður það að veruleika! Og þið eruð svo svöl að maður gleymir kuldanum… Velkomið íslenska Glamour! Með ást og stuðningi frá franska Glamour.“ Lucy Lara - ritstjóri Glamour í Mexíkó og Rómönsku Ameríku „Löngu kominn tími á Glamour ykkar megin á hnettinum. Velkomin!! Þegar ég hugsa um Ísland sé ég fyrir mér undursamlega náttúrlegafegurð, ekki bara á landinu heldur líka í ykkur fólkinu.“ Cristina Lucchini - ritstjóri Glamour á Ítalíu „Hlýjar kveðjur til íslenska Glamours frá ítölsku frændum ykkar! Con amore!“
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Stærsta leyndarmáli Beyoncé uppljóstrað? Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour