Viðburðurinn heitir "Give a day" og er markmiðið með deginum að gefa aftur út til samfélagsins. Fatakeðjan rekur yfir 3000 verslanir út um allan heim og er því nokkuð ljóst að dágóðar upphæðir geta safnast til styrktar góðum málefnum.
Hérlendis mun 50 prósent af allri sölunni hér á landi renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50 prósent til þeirra alþjóðlegu góðgerðamála sem Bestsellers hefur valið, UNICEF, Barnaheill og GAIN.

Glamour hvetur alla til að kíkja við og leggja málefninu lið. Það er ekki verra að bæta í fataskápinn með góðri samvisku fyrir helgina. Opið verður í verslunum Bestsellers frá 9-21 í Kringlunni og Smáralind.
Fylgstu með Glamour á Facebook hér og Instagram hér