Afkoma bænda afleit og staðan verst hjá tollvernduðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 21:33 Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“ Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“
Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira