Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2015 19:03 Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira