Ætlar enginn að hugsa um börnin? Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2015 16:08 Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun