Er Ísland betur statt en Írland? Skjóðan skrifar 1. apríl 2015 11:43 Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess. Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess.
Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira