Íslenska karlalandsliðið í íshokkí tapaði fyrir Rúmeníu, 3-2, í lokaleik liðsins í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem kláraðist í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.
Rúmenar tóku forystuna í leiknum í kvöld eftir tíu mínútuna leik en Emil Alengård jafnaði metin, 1-1, í byrjun annars leikhluta.
Aftur náðu Rúmenar forystunni á 30. mínútu leiksins þegar Alexandru Munteanu skoraði með skoti úr þröngu færi.
Fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Robin Hedström Íslandi framlengingu þegar hann jafnaði leikinn aftur fyrir okkar stráka, 2-2, með fallegu skoti.
Í framlengingunni tryggðu Rúmenar sér svo sigur með gullmarki eftir þunga sókn, en Ísland er engu að síður eina liðið sem náði stigi af því rúmenska.
Rúmenía var fyrir leikinn búin að tryggja sér farseðilinn upp í 1. deild, en Ísland hafnar í fimmta sæti. Með sigri í kvöld hefði Ísland náð öðru sæti og þar með silfri.
Gullmark tryggði Rúmenum sigur í Dalnum | Ísland í fimmta sæti
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn