Sport

Sextán prósent leikmanna í NFL verða gjaldþrota

Terrell Owens sólundaði 11 milljörðum á methraða.
Terrell Owens sólundaði 11 milljörðum á methraða. vísir/getty
Ný könnun í Bandaríkjunum leiðir í ljós að margir fyrrum leikmenn NFL-deildarinnar kunna ekki að fara með peninga.

Alls verða 16 prósent fyrrum leikmanna deildarinnar gjaldþrota á innan við tólf árum eftir að þeir leggja skóna á hilluna.

Skiptir engu máli hvort leikmennirnir spiluðu lengi eða stutt. Jafnvel leikmaður eins og Terrell Owens, sem þénaði 11 milljarða á ferlinum varð gjaldþrota árið 2012.

Þegar háu tekjurnar fara halda allt of margir sama lífsstílnum og enda fyrir vikið með tóma vasa.

Leikmannasamtökin hafa brugðist við þessu á síðustu árum með því að bjóða upp á ráðgjöf og námskeið í fjármálum fyrir leikmenn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×