Erlent

Tvöfalda leitarsvæðið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ættingjar fögnuðu ákvörðun stjórnvalda mjög, því gert var ráð fyrir að dregið yrði úr leitinni.
Ættingjar fögnuðu ákvörðun stjórnvalda mjög, því gert var ráð fyrir að dregið yrði úr leitinni.
Leitarsvæðið að malasísku vélinni MH-370 verður tvöfaldað frá og með maílokum. Leit hefur staðið sleitulaust yfir í um fjórtán mánuði, eða allt frá því að vélin hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi hinn 8. mars 2014. 

Í yfirlýsingu sem malasísk stjórnvöld sendu frá sér í dag verður svæðið sem leitað verður á stækkað í 120 þúsund ferkílómetra. Hvorki tangur né tetur hefur fundist og er því gert ráð fyrir að leitin muni standa yfir í að minnsta kosti ár í viðbót. 

Ættingjar farþeganna fögnuðu þessari ákvörðun mjög, því áður hafði verið tilkynnt að dregið yrði úr leitinni í lok maí 2015. 


Tengdar fréttir

Ástvinir halda enn í vonina

Ár er liðið frá því malasíska flugvélin MH370 hvarf. Aðstandendur farþega gagnrýna rannsóknarskýrslu um hvarfið. Þeir vona enn að einhverjir séu á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×