Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Elísabet Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2015 11:30 Skandinavískt og umhverfisvænt. Mynd/Lindex Fatakeðjan Lindex hefur innreið sína í snyrtivöruheiminn í dag, 15 apríl þegar ný snyrtivörulína kemur í verslanir. Línan nefnist einfaldlega Lindex Beauty. ”Lindex Beauty er eðlileg framlenging á vöruúrvali Lindex sem beinist að konum sem hafa áhuga á tísku. Viðskiptavinum okkar er umhugað um útlit sitt og sú umhyggja nær til umhirðu um líkama og andlit. Snyrtivörur setja lokapunktinn á hvaða kvöld- eða hversdagsklæðnað sem er. Ég er virkilega stolt af úrvali lita ásamt gæðunum sem einkenna vörur okkar” segir Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupastjóri fyrir Lindex Beauty. Snyrtivörulínan inniheldur maskara, augnblýanta, augnskugga, farða, púður, hyljara, kinnaliti, naglalakk, varaliti og varagloss.Húðvörulínan er umhverfisvænn kostur merkt með Svaninum (s. ”Svanen”). Svanurinn leggur áherslu á að framleiðsla og að innihald varanna uppfylli ströngustu kröfur hvað varðar efnisinnihald, vatnsnotkunar, orkunýtingu og sóunar. Línan inniheldur sturtusápu, húðkrem, skrúbb, húðnæringu, handsápu og handáburð. Allt framleitt með umhverfisvænum hætti. Öll línan er framleidd eftir ströngustu skilyrðum reglna ESB, eru ofnæmisprófaðar og ekki prófaðar á dýrum. Glamour Fegurð Mest lesið Renée Zellweger í hlutverki Judy Garland Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour Vissi ekki að foreldrar sínir væru frægir Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour „Ég held að gríman sé hluti af því pönki“ Glamour
Fatakeðjan Lindex hefur innreið sína í snyrtivöruheiminn í dag, 15 apríl þegar ný snyrtivörulína kemur í verslanir. Línan nefnist einfaldlega Lindex Beauty. ”Lindex Beauty er eðlileg framlenging á vöruúrvali Lindex sem beinist að konum sem hafa áhuga á tísku. Viðskiptavinum okkar er umhugað um útlit sitt og sú umhyggja nær til umhirðu um líkama og andlit. Snyrtivörur setja lokapunktinn á hvaða kvöld- eða hversdagsklæðnað sem er. Ég er virkilega stolt af úrvali lita ásamt gæðunum sem einkenna vörur okkar” segir Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupastjóri fyrir Lindex Beauty. Snyrtivörulínan inniheldur maskara, augnblýanta, augnskugga, farða, púður, hyljara, kinnaliti, naglalakk, varaliti og varagloss.Húðvörulínan er umhverfisvænn kostur merkt með Svaninum (s. ”Svanen”). Svanurinn leggur áherslu á að framleiðsla og að innihald varanna uppfylli ströngustu kröfur hvað varðar efnisinnihald, vatnsnotkunar, orkunýtingu og sóunar. Línan inniheldur sturtusápu, húðkrem, skrúbb, húðnæringu, handsápu og handáburð. Allt framleitt með umhverfisvænum hætti. Öll línan er framleidd eftir ströngustu skilyrðum reglna ESB, eru ofnæmisprófaðar og ekki prófaðar á dýrum.
Glamour Fegurð Mest lesið Renée Zellweger í hlutverki Judy Garland Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour Vissi ekki að foreldrar sínir væru frægir Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour „Ég held að gríman sé hluti af því pönki“ Glamour