Hrafn: Held það verði breytingar í útlendingamálum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 10:30 Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta stukku á einn heitasta íslenska bitann á markaðnum í gær þegar liðið samdi við skyttuna Tómas Heiðar Tómasson. Eftir að reglur um erlenda leikmenn voru hertar fyrir tveimur árum og aðeins einn Kani leyfður og enginn Bosman-leikmaður hefur gildi góðra íslenska leikmanna margfaldast. Margir innan hreyfingarinnar búast við því að Bosman-leikmenn verði leyfðir á næsta ársþingi, enda tæpt að það standist almenna löggjöf að meina þeim um atvinnu á Íslandi. „Ég hef skilning á sjónarmiðum beggja en eftir síðasta tímabil var maður á því að þessa breytingu þurfi að gera. Ekki síst vegna þess að ég er ekki viss um að þetta standist regluverk Evrópu um að hefta atvinnuflæði evrópskra einstaklinga,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi. „Fyrsta árið eftir að reglurnar tóku gildi fannst mér gæðin í deildinni ekki mikil. Það verður tekist á um þetta á þinginum og ég hef trú á því að sjónarmið þeirra sem vilja óbreytt ástand séu örlítið sterkari núna.“ „Gæðin eru meiri og við erum að sjá yngri stráka fá tækifæri og komast erlendis eins og Dag Kár hjá okkur. Þetta verður beggja blands en ég skal hreinlega játa það að ég er ekki búinn að gera upp hug minn,“ segir Hrafn. Landsbyggðarliðin vilja flest hver fá Bosman-leikmennina inn svo auðveldara sé fyrir þau að manna sín lið með gæðaleikmönnum. Það hefur lengi þótt erfitt að fá góða íslenska leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að spila úti á landi. „Ég get skrifað undir það [að þetta sé mikilvægt fyrir landsbyggðarliðin]. Lið eins og KFÍ hefði svo sannarlega gagnast þessi regla. Þar erum við með félag sem stendur vel en hendur þess eru bundnar og það nær ekki að nýta það sem það hefur til að tefla fram eins sterku liði og það getur. Það er því vissulega sjónarmið,“ segir Hrafn. „Við myndum örugglega fá víðari flóru af sterkum liðum ef þessi regla væri í gildi.“ Hrafn játar því að gæðin í deildinni verða meiri með fleiri erlendum leikmönnum. „Spilamennskan verður eflaust betri. Það er ekki spurning. Ég er svolítið hoppandi á milli. Það eru líka til leikmenn sem ég hugsa að hefðu ekki fengið sömu tækifæri hefðu sömu reglur væru í gildi. Ég held það verði breytingar ef ég ætti að giska,“ segir Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00 Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15 Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta stukku á einn heitasta íslenska bitann á markaðnum í gær þegar liðið samdi við skyttuna Tómas Heiðar Tómasson. Eftir að reglur um erlenda leikmenn voru hertar fyrir tveimur árum og aðeins einn Kani leyfður og enginn Bosman-leikmaður hefur gildi góðra íslenska leikmanna margfaldast. Margir innan hreyfingarinnar búast við því að Bosman-leikmenn verði leyfðir á næsta ársþingi, enda tæpt að það standist almenna löggjöf að meina þeim um atvinnu á Íslandi. „Ég hef skilning á sjónarmiðum beggja en eftir síðasta tímabil var maður á því að þessa breytingu þurfi að gera. Ekki síst vegna þess að ég er ekki viss um að þetta standist regluverk Evrópu um að hefta atvinnuflæði evrópskra einstaklinga,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi. „Fyrsta árið eftir að reglurnar tóku gildi fannst mér gæðin í deildinni ekki mikil. Það verður tekist á um þetta á þinginum og ég hef trú á því að sjónarmið þeirra sem vilja óbreytt ástand séu örlítið sterkari núna.“ „Gæðin eru meiri og við erum að sjá yngri stráka fá tækifæri og komast erlendis eins og Dag Kár hjá okkur. Þetta verður beggja blands en ég skal hreinlega játa það að ég er ekki búinn að gera upp hug minn,“ segir Hrafn. Landsbyggðarliðin vilja flest hver fá Bosman-leikmennina inn svo auðveldara sé fyrir þau að manna sín lið með gæðaleikmönnum. Það hefur lengi þótt erfitt að fá góða íslenska leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að spila úti á landi. „Ég get skrifað undir það [að þetta sé mikilvægt fyrir landsbyggðarliðin]. Lið eins og KFÍ hefði svo sannarlega gagnast þessi regla. Þar erum við með félag sem stendur vel en hendur þess eru bundnar og það nær ekki að nýta það sem það hefur til að tefla fram eins sterku liði og það getur. Það er því vissulega sjónarmið,“ segir Hrafn. „Við myndum örugglega fá víðari flóru af sterkum liðum ef þessi regla væri í gildi.“ Hrafn játar því að gæðin í deildinni verða meiri með fleiri erlendum leikmönnum. „Spilamennskan verður eflaust betri. Það er ekki spurning. Ég er svolítið hoppandi á milli. Það eru líka til leikmenn sem ég hugsa að hefðu ekki fengið sömu tækifæri hefðu sömu reglur væru í gildi. Ég held það verði breytingar ef ég ætti að giska,“ segir Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00 Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15 Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00
Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15
Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30