Hlustar mest á gullaldartónlist: "Afi kom með þrjá kassa af vínylplötum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 16:46 Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00