Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2015 16:18 Vilhjálmur skýtur föstum skotum á Samtök atvinnulífins. vísir/gva/anton brink „Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
„Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira