Tískan á Coachella 14. apríl 2015 10:00 Fjölbreytt og sumarlegt á Coachella. Á meðan það kyngdi niður jólasnjó á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um helgina var sumarið svo sannarlega komið á Coachella-tónlistarhátíðinni í Los Angeles. Mörg hundruð þúsund manns voru samankomnir að hlusta á Drake, Madonnu, Lykke Li og FKA Twigs í sumarhitanum en það seldist upp á hátíðina í ár á tuttugu mínutum. Meðal gesta vpru fölmargar stjörnur, sem nýttu tækifæri og klæddu sig upp í sumarklæðani og sandölum. Rúskinn, síð pils með tveimur klaufum, nóg af fylgihlutum og hattar voru áberandi í götutískunni. Glamour skoðaði hvað bar hæst í tískunni á Coachella í ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner létu sig ekki vanta. Önnur í hnésíðum gallastuttbuxum og rúskinns-vesti en hin í hvítu frá toppi til táar. Leikkonan Kate Bosworth stígur sjaldan feilspor í klæðaburði - við erum sérstaklega hrifnar af stígvélunum hennar sem rokka þetta aðeins upp. Hippalegt hjá Gigi Hadid og Söruh Hyland. Katy Perry lét ekkert aftra sér í að klæðast síðkjól á tónlistarhátíðinni. Blátt og munstrað alla leið hjá Hilton systrum. Fyrirsætan Kendall Jenner lét ekki sjá sig í sömu fötunum dag eftir dag og hér er hún í síðu pilsi með tveimur klaufum við stuttan blúndutopp. Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour
Á meðan það kyngdi niður jólasnjó á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um helgina var sumarið svo sannarlega komið á Coachella-tónlistarhátíðinni í Los Angeles. Mörg hundruð þúsund manns voru samankomnir að hlusta á Drake, Madonnu, Lykke Li og FKA Twigs í sumarhitanum en það seldist upp á hátíðina í ár á tuttugu mínutum. Meðal gesta vpru fölmargar stjörnur, sem nýttu tækifæri og klæddu sig upp í sumarklæðani og sandölum. Rúskinn, síð pils með tveimur klaufum, nóg af fylgihlutum og hattar voru áberandi í götutískunni. Glamour skoðaði hvað bar hæst í tískunni á Coachella í ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner létu sig ekki vanta. Önnur í hnésíðum gallastuttbuxum og rúskinns-vesti en hin í hvítu frá toppi til táar. Leikkonan Kate Bosworth stígur sjaldan feilspor í klæðaburði - við erum sérstaklega hrifnar af stígvélunum hennar sem rokka þetta aðeins upp. Hippalegt hjá Gigi Hadid og Söruh Hyland. Katy Perry lét ekkert aftra sér í að klæðast síðkjól á tónlistarhátíðinni. Blátt og munstrað alla leið hjá Hilton systrum. Fyrirsætan Kendall Jenner lét ekki sjá sig í sömu fötunum dag eftir dag og hér er hún í síðu pilsi með tveimur klaufum við stuttan blúndutopp.
Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour