Pavel: Ég var þungur og kærastan fékk að líða fyrir það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2015 17:03 Vísir/Þórdís Inga Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30
Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01