Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2015 15:30 Mynd/Íshokkísamband Íslands Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland Íþróttir Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Sjá meira
Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland
Íþróttir Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Sjá meira