Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 15:44 Ferðamálafólki fyrir norðan þótti látbragð Björns Óla forstjóra ekki til sóma en hann hristi haus og flissaði. visir/pjetur Í gær var haldinn fundur um 65 sveitarstjórnarmanna og þingmanna á Akureyri um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, sat fundinn, sem og tók hann til máls og vakti látbragð hans furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir sem vildu skjóta á ISAVIA og lýstu yfir vonbrigðum með meinta tregðu þeirra í þessum málum. Í hvert sinn sem menn sögðu eitthvað sem forstjóranum mislíkaði eða var ekki sammála, þá hristi hann haus og fussaði og/eða flissaði. Í fréttatilkynningu sem send hefur verið út segir hins vegar að á fundinum kom fram mikill einhugur meðal fundarmanna um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Mikil samstaða var einnig um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg í vinnunni. Skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins var fagnað, en jafnframt lögð áhersla á að út úr vinnunni komu haldbær gögn og ákvarðanataka stjórnvalda í kjölfarið. Til fundarins var boðað af Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Samtökum Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.Hristi hausinn og flissaðiEinn þeirra sem tjáð hefur sig um fundinn er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl á Facebooksíðu sinni.Fjölgun ferðamanna ekki skilað sér út á land Vísir spurði Karl út í þessi orð. Hann taldi þá hegðun forstjóra ISAVIA ekki aðalatriði málsins, vildi ekki dvelja við það heldur málefnin og þau rök sem liggja til grundvallar því að hefja millilandaflug út á landi. „Þorvaldur Lúðvík hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kom með punkta um bolfiskvinnsluna, að hún sé að færast nær suð-vestur horninu vegna nálægðar við flugvöllinn. Hann velti því upp hversu mörg störf hefðu horfið suður út af því,“ segir Karl. Karl telur að þjóðarbúið verði af miklum tekjum með því að formlegt millilandaflug er ekki í gangi nema inn á einn flugvöll, Keflavík. Innviðir, fjárfestingar og geta heimamanna eru vannýttir tekjumöguleikar. „Ef 100 þúsund fleiri gestir kæmu um nýja gátt, myndi landsframleiðslan aukast um 1 prósent, eða um 18 milljarða, að mati hagfræðings sem skoðað hefur málið.“ Þá telur Karl fjölgun ferðamanna til landsins ekki hafa skilað sér út fyrir suðvestur hluta landsins og geta ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi er mjög vannýtt. „Á Norðurlandi eru t.a.m. meira ein milljón gistinátta ónýttar á ársgrundvelli. Svæðið er tilbúið að taka við fleiri ferðamönnum og innviðir til staðar til þess að hefja flug.“Vilja stjórnvaldsákvörðunEn, Björn Óli Hauksson hefur ekki gefið mikið fyrir þessar hugmyndir og málflutning? „Hann sagðist vera bundinn af ákvörðunum stjórnar og eigenda ISAVIA, að á meðan þeir aðilar tækju ekki ákvörðun um að fara í millilandaflug annað, þá myndi fyrirtækið einbeita sér að uppbyggingunni í Keflavík,“ segir Karl. Hann telur að þetta sé nákvæmlega það sem fólk hafi óttast með nefnd forsætisráðherra, að hún myndi flækja sig í allskonar tækniatriðum og slíku, í stað þess að leggja fram tillögu um að millilandaflug skuli hafið á AEK eða EGS eða báða staði. „Það þarf stjórnvaldsákvörðun, fyrr gerist ekkert. Við getum endalaust reynt að vinna flugfélög inn á þessa hugmynd að byrja að fljúga inn, en fyrr en þessi stjórnvaldsákvörðun liggur fyrir, gerist ekki neitt. Á meðan verðu við af gríðarlega miklum tekjum, allt þjóðarbúið. Það sem er svolítið misskilið í þessari umræðu, er að við erum ekki að tala um að ný gátt tæki eitthvað frá Keflavík, heldur fengi hún frekar hlutdeild í þeirri aukningu sem verður,“ segir Karl Jónsson ferðafrömuður fyrir norðan.Athugasemd.Björn Óli Hauksson forstjóri ISAVIA var fastur á fundi þegar Vísir reyndi að fá viðbrögð hans við þessum orðum, en leitast verður eftir því að heyra í honum svo fljótt sem auðið er. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í gær var haldinn fundur um 65 sveitarstjórnarmanna og þingmanna á Akureyri um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, sat fundinn, sem og tók hann til máls og vakti látbragð hans furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir sem vildu skjóta á ISAVIA og lýstu yfir vonbrigðum með meinta tregðu þeirra í þessum málum. Í hvert sinn sem menn sögðu eitthvað sem forstjóranum mislíkaði eða var ekki sammála, þá hristi hann haus og fussaði og/eða flissaði. Í fréttatilkynningu sem send hefur verið út segir hins vegar að á fundinum kom fram mikill einhugur meðal fundarmanna um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Mikil samstaða var einnig um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg í vinnunni. Skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins var fagnað, en jafnframt lögð áhersla á að út úr vinnunni komu haldbær gögn og ákvarðanataka stjórnvalda í kjölfarið. Til fundarins var boðað af Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Samtökum Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.Hristi hausinn og flissaðiEinn þeirra sem tjáð hefur sig um fundinn er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl á Facebooksíðu sinni.Fjölgun ferðamanna ekki skilað sér út á land Vísir spurði Karl út í þessi orð. Hann taldi þá hegðun forstjóra ISAVIA ekki aðalatriði málsins, vildi ekki dvelja við það heldur málefnin og þau rök sem liggja til grundvallar því að hefja millilandaflug út á landi. „Þorvaldur Lúðvík hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kom með punkta um bolfiskvinnsluna, að hún sé að færast nær suð-vestur horninu vegna nálægðar við flugvöllinn. Hann velti því upp hversu mörg störf hefðu horfið suður út af því,“ segir Karl. Karl telur að þjóðarbúið verði af miklum tekjum með því að formlegt millilandaflug er ekki í gangi nema inn á einn flugvöll, Keflavík. Innviðir, fjárfestingar og geta heimamanna eru vannýttir tekjumöguleikar. „Ef 100 þúsund fleiri gestir kæmu um nýja gátt, myndi landsframleiðslan aukast um 1 prósent, eða um 18 milljarða, að mati hagfræðings sem skoðað hefur málið.“ Þá telur Karl fjölgun ferðamanna til landsins ekki hafa skilað sér út fyrir suðvestur hluta landsins og geta ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi er mjög vannýtt. „Á Norðurlandi eru t.a.m. meira ein milljón gistinátta ónýttar á ársgrundvelli. Svæðið er tilbúið að taka við fleiri ferðamönnum og innviðir til staðar til þess að hefja flug.“Vilja stjórnvaldsákvörðunEn, Björn Óli Hauksson hefur ekki gefið mikið fyrir þessar hugmyndir og málflutning? „Hann sagðist vera bundinn af ákvörðunum stjórnar og eigenda ISAVIA, að á meðan þeir aðilar tækju ekki ákvörðun um að fara í millilandaflug annað, þá myndi fyrirtækið einbeita sér að uppbyggingunni í Keflavík,“ segir Karl. Hann telur að þetta sé nákvæmlega það sem fólk hafi óttast með nefnd forsætisráðherra, að hún myndi flækja sig í allskonar tækniatriðum og slíku, í stað þess að leggja fram tillögu um að millilandaflug skuli hafið á AEK eða EGS eða báða staði. „Það þarf stjórnvaldsákvörðun, fyrr gerist ekkert. Við getum endalaust reynt að vinna flugfélög inn á þessa hugmynd að byrja að fljúga inn, en fyrr en þessi stjórnvaldsákvörðun liggur fyrir, gerist ekki neitt. Á meðan verðu við af gríðarlega miklum tekjum, allt þjóðarbúið. Það sem er svolítið misskilið í þessari umræðu, er að við erum ekki að tala um að ný gátt tæki eitthvað frá Keflavík, heldur fengi hún frekar hlutdeild í þeirri aukningu sem verður,“ segir Karl Jónsson ferðafrömuður fyrir norðan.Athugasemd.Björn Óli Hauksson forstjóri ISAVIA var fastur á fundi þegar Vísir reyndi að fá viðbrögð hans við þessum orðum, en leitast verður eftir því að heyra í honum svo fljótt sem auðið er.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira