Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2015 22:11 Vísir/Auðunn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42
Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33