Erlent

Óttast að 10 þúsund manns hafi látist

Atli Ísleifsson skrifar
Tala látinna stendur nú í 4.400 manns og að minnsta kosti átta þúsund eru slasaðir.
Tala látinna stendur nú í 4.400 manns og að minnsta kosti átta þúsund eru slasaðir. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Nepals segist óttast að 10 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja að átta milljónir manna hafi orðið fyrir beinum áhrifum af skjálftanum í Nepal á laugardag, rúmlega fjórðungur allra íbúa landsins.

Alþjóðleg neyðaraðstoð er tekin að berast en betur má ef duga skal segir stofnunin en tæplega ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns. Skjálftinn var 7,8 stig að stærð og stórskemmdi stóran hluta höfuðborgarinnar Katmandu og svæðisins í kring.

Tala látinna stendur nú í 4.400 manns og að minnsta kosti átta þúsund eru slasaðir.

Forsætisráðherrann Sushil Koirala segir yfirvöld landsins þurfa á tjöldum og lyfjum og að það uppbyggingarstarf sem framundan sé verði erfið.

Talsmaður ferðamálaráðuneytis landsins segir að búið sé að bjarga tvö hundruð fjallgöngumönnum úr grunnbúðum og hlíðum Everestfjalls.


Tengdar fréttir

Actavis leggur hjálparstarfinu í Nepal lið

Actavis plc, móðurfélag Actavis hérlendis, hefur ákveðið að leggja hjálparstarfi í Nepal lið í kjölfar náttúruhamfaranna þar í landi um u.þ.b. 3,5 milljónir íslenskra króna.

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.

Tala látinna hækkar enn

Neyðarástandið versnar hratt víða í einangruðum þorpum þar sem matar- og vatnsskortur blasir við. Tala látinna var í gær komin yfir fjögur þúsund og átti líklega eftir að hækka. Nærri sjö þúsund manns slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×