Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:45 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag. Illugi og Orka Energy Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira