Kerfi sem étur manneskjur á flótta Toshiki Toma skrifar 27. apríl 2015 12:12 Mig langar að byrja þessa greinargerð á því að kynna fyrir ykkur lesendum fjóra vini mína. Eze Okafor Eze fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í Nígeríu árið 1984. Maidunguri er norðaustur-héraði Nígeríu þar árásir Boko Haram meðlima eru daglegur veruleiki. Eze er kristinn og tilheyrði ættflokki Osu, en aðrir ættflokkar litu niður á hann. Það er ótrúlegt frá að segja en á þessu svæði búa ættflokkar sem fórna manneskjum fyrir guði sína. Eze var einu sinni tekinn til fanga sem fórn, en sem betur fer náði hann að sleppa og flúði í næsta þorp þar sem móðir hans og bróðir bjuggu. En þá kom Boko Haram. Þeir drápu bróður Eze og hótuðu honum svo að hann upplýsti hvar aðrir kristnir menn voru. Eze neitaði að svara og var stunginn í höfuðið. Sárið veldur veldur honum í dag enn skelfilegum verkjum því hann hefur aldrei fengið almennilega meðferð. Eze flúði til Svíþjóðar og sótti um hæli þar en var synjað. Lögmaður Eze gaf honum ekki upp ástæðu. Eze kærði málið fyrir dómstólum en dómstóllinn gaf honum ekki tækifæri til að tjá sig. Eze hélt að enginn tæki mál sitt alvarlegt og ákvað að flýja Svíþjóð eftir tveggja ára dvöl og kom hingað til Íslands í apríl 2012. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp málið Eze vegna Dyflinnarreglugerðar og mál Eze er núna hjá hæstarréttartdómstóli. Hann hefur nú beðið alls þrjú ár á Íslandi en það tók Eze tvö ár að fá úrskurð innanríkisráðuneytisins.Martin Omulu Martin er 31 árs og frá Ndokwa-héraði í Suður-Nígeríu. Martin er samkynhneigður og vegna þess mætti hann miklu mótlæti heimalandi sínu. Í dag erum við meðvituð um hvernig samkynhneigt fólk er fordæmt í mörgum löndum og því er mismunað og jafnvel útskúfað ef það er ekki beinlínis i lífshættu. Martin þagði yfir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir. Hann flúði heimalandið sitt árið 2003, en eftir ellefu ár, árið 2014, voru sett þar lög sem bönnuðu samkynhneið samnbönd. En að sjálfsögðu hafði grunnur sem leyfði slíka löggjöf verið lengi til staðar í þjóðfélagi áður en lögin tóku gildi. Martin fór til Ítalíu og sótti samstundis um hæli Umsókn hans var synjað en brottvísun var ekki framkvæmd. Yfirvöldin Ítalíu létu Martin vera þar fremur en að senda hann til baka til Nígeríu, en Martin hafði enga borgaralegan rétt, hús til að búa í eða vinnu þar sem hann gat aflað sér tekna. Þar sem Martin bjó á Ítalíu voru margir samlandar hans og aðrir Afrikubúar varð hann aftur fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Oftast tóku Ítalir einnig þátt í ofsóknunum. Því þufti Martin að flytja mörgum sinnum frá einum stað til annars og forðast staði þar sem margir Afríkubúar bjuggu. Af og til vann hann svarta vinnu og tókst þá að fá vasapeninga en svaf í tjaldi, á lestarstöð eða í skjóli. Þegar heppnin elti hann pínulítið gat hann fengið að borða hjá Karitas, hjálparsamtökum kaþólsku kirkjunnar. Og svona heldur líf Martins áfram í átta ára. Martin kom til Íslands og sótti um hæli júní 2012. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp mál Martins vegna Dyflinnarreglugerðar og mál Martin er núna hjá hæstaréttardómstóli. Þrjú ár eru þegar liðin á Íslandi, en tók tvö ár áður en Martin fékk úrskurð innanríkisráðuneytisins.Christian Boadi Christian er fæddur í Ghana árið 1978. Hann var rafvirki, en faðir hans var stjórnmálamaður. Faðir hans var andstæðingur forsetaefnisins John Kufuor í forsetakosningu á árinu 2000. Kufuor var kosinn hinn nýi forseti, en faðir Christians var skotinn til bana í kjölfar kosningarinnar í Yendi-borg, norðaustur í Ghana, og fyrir framan augu Christians. Samtímis varð Christian fyrir líkamlegu ofbeldi. Christian faldi sig í Búrkína Fasó í nokkur ár og þaðan flúði til Ítalíu lok ársins 2007. En Christian sótti ekki um hæli þar. Með aðstoð vinar síns gat hann fengið tímabundið landvistarleyfi og starfaði í ræstingu. En því miður féll efnahagur Ítalíu árið 2008 eins og hérlendis og Christian missti vinnuna og hann gat ekki fengið neitt frá velferðarkerfinu þar. Honum var hent út á götu og neyddur þess að lifa sem heimilislaus maður. Hann lifði þannig í fjögur ár og landvistarleyfi hans rann út. Hann gat ekki snúið aftur til Ghana og kaus að koma til Íslands. Í júní árið 2013 kom hann hingað og sótti um hæli. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp mál Christians vegna Dyflinnarreglugerðar og mál Christians er núna hjá hæstarréttardómstóli. Tæp tvö ár eru þegar liðin á Íslandi en það tók Christian eitt ár að fá úrskurð innan ríkisráðuneytisins.Felix Bassey Ofangreindar eru stuttar sögur vina minna þriggja. En mig langar að koma fram skýrt að það eru fleiri en þeir þrír sem eru fastir í samsvarandi stöðu vegna Dyflinnarreglugerðar. Ég tel rétt að nefna sérstaklega Felix Bassey frá Nígeríu, sem næstum því var færður úr landi um daginn eftir tveggja ára bið. Nóttina sem átti að framkvæma brottvísunina kom í ljós að Felix hafði ekki getið kært mál sitt fyrir dómstól, þótt hann hefði viljað kæra. Það er möguleiki að brotið hafi verið á grunnréttindum hans og því hafi brottvísuninni verið frestað. Felix hafði áður sótt um hæli í Ítalíu og eytt fjórum árum þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp mál Felixs vegna Dyflinnarreglugerðar og ákváðu brottvísun. Tvö ár eru þegar liðin á Íslandi en það tók Felix eitt ár að fá úrskurð innan ríkisráðuneytisins.Dyflinnarreglugerð Mál þessara fjögurra hafa ekki tekin til skoðunar á Íslandi einungis vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Ég held að allir þekki nú í grunnatriðum um hvað hún snýst en ef benda má á atriði sem snertir mál vina minna beint eru þar helst tvö atriði. 1) Aðildarríki þar sem maður sækir um hæli fyrst ber ábyrgð á umsókn manneskju og ef viðkomandi sækir um hæli í annað skipti í öðru ríki, verður hann sendur baka til fyrsta ríkisins. 2) Í þeim tilfellum sem aðildarríki hefur útvegað viðkomandi vegabréfsáritun eða landvistarleyfi, þá ber það ríki ábyrgð á hælisumsókn ef sótt er um hæli í einhverju aðildarríki eftir það. Það eru margir gallar á Dyflinnarkerfinu og hefur það hlotið mikla gagnrýni. Steve Peers, lagaprófessor við Essex háskólann og mjög virkur þátttakandi í umræðum um málefni hælisleitenda og Nicola Rogers, sérfæðingur hjá AIRE (Advice on Individual Rights in Europe) sögðu meðal annars: ,,Í sögu ESB hafa aldrei svo mörg mannréttindi verið brotin með einni löggjöf“.Einungis eitt tækifæri Ég er ekki lögfræðingur og því get ekki farið djúpt í lögfræðilega umræðu, en hins vegar langar mig endilega að benda á óskiljanlegan galla í Dyflinnarkerfinu af reynslu minni. Hann er þessi: ,,Manneskju er einungis gefið eitt tækifæri til að sækja um hæli“. Með öðrum orðum: ,,Manneskja er svipt nægilegum möguleikum til að leita að mannlegra lífi en hún býr nú þegar við“. Eftir því sem ég veit til er engin rökstödd útskýring til um hvers vegna réttindi til umsóknar um hæli verður að takmarkast við eitt skipti. Ég myndi skilja að ekki væri hægt að sækja um t.d. tíu sinnum. En af hverju má ekki sækja tvisvar eða þrisvar? Eitt skipti er mjög ,,þröng lína“ að mínu mati. Að meta hælisumsókn er að meta hversu raunsæ hætta er til staðar í lífi umsækjanda og slíkt er jú mjög viðkvæm og erfið gerð, sérstaklega ef við tökum tilliti til þess að sá sem fjallað er um er að flýja hættu í landi sem er langt í burtu og þeir í móttökulandi þekkja ef til vill lítið til. Ef fyrsta ríkið sem umsókn fólks á flótta berst til misskilur aðstæður í heimalandi umsækjanda, hvað gerist þá? Ef fyrsta ríkið vanrækir eða getur ekki framkvæmt almennilega skoðun umsóknar, eins og Eze fannst, hvað gerist þá? Og hvað um t.d. ef aðstæður hafa breyst eftir að fyrsta ríkið er búið að hafna umsókn? Hryðjuverk t.d. Boko Haram hafa aukist og orðið harðari eftir flótta Eze frá Nígeríu, og eftir brottför Martins hafa ný lög sem banna samkynhneigð verið sett. Ef Martin fer heim, þá mætir hann ekki aðeins mismunun, heldur þykir samkvæmt lagabókstafnum vera glæpamaður. Hvernig geta Eze og Martin áfrýjað þvílíkum breytingum? ,,Einungis eitt tækifæri“ er mannréttindabrot. Dyflinnarreglugerðin virkar í raun til þess að ,,gera málið ómennskt (dehumanize) svo að yfirvöldin fái ekkert samviskubit fyrir að fara framhjá réttlæti og mannúð. Það er hið sanna eðli þessarar reglugerðar.Lokaorð Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. Það sést bersýnilega og skýrt ef við sjáum hvernig flóttamannastefna í Evrópuríkjunum hefur breyst og orðið harðari undanfarin 20 ár. Ef flóttamannastefnan þ.á.m. Dyflinnarreglugerðin byggðist á mannréttindum, þá gæti hún ekki hafa breyst svo auðveldlega. Stefnan væri óbreytanlegri eða hefði breyst í mannlegri átt ef hún byggðist á mannréttindum. Í þessu samhengi sem ég hef verið útskýrt frá mínu sjónarmiði, kalla ég vinina mína ,,fórnarlömb Dyflinnarkerfisins“. Það verður að bæta kerfið og laga í framtíðinni. En fyrir utan það, verðum við að bjarga fórnarlömbunum sem búa hér með okkur núna. 17. gr. reglugerðarinnar kveður á: ,, ... Hvert aðildarríki getur skoðað umsókn um alþjóðlega vernd sem lögð er fram með af þriðja lands manneskju eða ríkisfangslausri manneskju...“ Sem sé, getur Íslands tekið upp málin aðeins ef hún vill. Eftir tvö til þriggja biðtíma er þá réttlætanlegt að senda ríkisfangslausa manneskju aftur til Ítalíu og Svíþjóðar í staðinn fyrir að taka upp málin þeirra? Málið snýst ekki aðeins um lög eða aðstæður í Evrópu, frekar snýst málið um lifandi manneskjur rétt eins og okkur sjálf. Þeir þarfnast stuðnings ykkar, fólks með skynsemi og réttlætiskennd. Og ég bið yfirvöld Íslands innilega, sýnið mannúð og bjargið þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að byrja þessa greinargerð á því að kynna fyrir ykkur lesendum fjóra vini mína. Eze Okafor Eze fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í Nígeríu árið 1984. Maidunguri er norðaustur-héraði Nígeríu þar árásir Boko Haram meðlima eru daglegur veruleiki. Eze er kristinn og tilheyrði ættflokki Osu, en aðrir ættflokkar litu niður á hann. Það er ótrúlegt frá að segja en á þessu svæði búa ættflokkar sem fórna manneskjum fyrir guði sína. Eze var einu sinni tekinn til fanga sem fórn, en sem betur fer náði hann að sleppa og flúði í næsta þorp þar sem móðir hans og bróðir bjuggu. En þá kom Boko Haram. Þeir drápu bróður Eze og hótuðu honum svo að hann upplýsti hvar aðrir kristnir menn voru. Eze neitaði að svara og var stunginn í höfuðið. Sárið veldur veldur honum í dag enn skelfilegum verkjum því hann hefur aldrei fengið almennilega meðferð. Eze flúði til Svíþjóðar og sótti um hæli þar en var synjað. Lögmaður Eze gaf honum ekki upp ástæðu. Eze kærði málið fyrir dómstólum en dómstóllinn gaf honum ekki tækifæri til að tjá sig. Eze hélt að enginn tæki mál sitt alvarlegt og ákvað að flýja Svíþjóð eftir tveggja ára dvöl og kom hingað til Íslands í apríl 2012. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp málið Eze vegna Dyflinnarreglugerðar og mál Eze er núna hjá hæstarréttartdómstóli. Hann hefur nú beðið alls þrjú ár á Íslandi en það tók Eze tvö ár að fá úrskurð innanríkisráðuneytisins.Martin Omulu Martin er 31 árs og frá Ndokwa-héraði í Suður-Nígeríu. Martin er samkynhneigður og vegna þess mætti hann miklu mótlæti heimalandi sínu. Í dag erum við meðvituð um hvernig samkynhneigt fólk er fordæmt í mörgum löndum og því er mismunað og jafnvel útskúfað ef það er ekki beinlínis i lífshættu. Martin þagði yfir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir. Hann flúði heimalandið sitt árið 2003, en eftir ellefu ár, árið 2014, voru sett þar lög sem bönnuðu samkynhneið samnbönd. En að sjálfsögðu hafði grunnur sem leyfði slíka löggjöf verið lengi til staðar í þjóðfélagi áður en lögin tóku gildi. Martin fór til Ítalíu og sótti samstundis um hæli Umsókn hans var synjað en brottvísun var ekki framkvæmd. Yfirvöldin Ítalíu létu Martin vera þar fremur en að senda hann til baka til Nígeríu, en Martin hafði enga borgaralegan rétt, hús til að búa í eða vinnu þar sem hann gat aflað sér tekna. Þar sem Martin bjó á Ítalíu voru margir samlandar hans og aðrir Afrikubúar varð hann aftur fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Oftast tóku Ítalir einnig þátt í ofsóknunum. Því þufti Martin að flytja mörgum sinnum frá einum stað til annars og forðast staði þar sem margir Afríkubúar bjuggu. Af og til vann hann svarta vinnu og tókst þá að fá vasapeninga en svaf í tjaldi, á lestarstöð eða í skjóli. Þegar heppnin elti hann pínulítið gat hann fengið að borða hjá Karitas, hjálparsamtökum kaþólsku kirkjunnar. Og svona heldur líf Martins áfram í átta ára. Martin kom til Íslands og sótti um hæli júní 2012. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp mál Martins vegna Dyflinnarreglugerðar og mál Martin er núna hjá hæstaréttardómstóli. Þrjú ár eru þegar liðin á Íslandi, en tók tvö ár áður en Martin fékk úrskurð innanríkisráðuneytisins.Christian Boadi Christian er fæddur í Ghana árið 1978. Hann var rafvirki, en faðir hans var stjórnmálamaður. Faðir hans var andstæðingur forsetaefnisins John Kufuor í forsetakosningu á árinu 2000. Kufuor var kosinn hinn nýi forseti, en faðir Christians var skotinn til bana í kjölfar kosningarinnar í Yendi-borg, norðaustur í Ghana, og fyrir framan augu Christians. Samtímis varð Christian fyrir líkamlegu ofbeldi. Christian faldi sig í Búrkína Fasó í nokkur ár og þaðan flúði til Ítalíu lok ársins 2007. En Christian sótti ekki um hæli þar. Með aðstoð vinar síns gat hann fengið tímabundið landvistarleyfi og starfaði í ræstingu. En því miður féll efnahagur Ítalíu árið 2008 eins og hérlendis og Christian missti vinnuna og hann gat ekki fengið neitt frá velferðarkerfinu þar. Honum var hent út á götu og neyddur þess að lifa sem heimilislaus maður. Hann lifði þannig í fjögur ár og landvistarleyfi hans rann út. Hann gat ekki snúið aftur til Ghana og kaus að koma til Íslands. Í júní árið 2013 kom hann hingað og sótti um hæli. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp mál Christians vegna Dyflinnarreglugerðar og mál Christians er núna hjá hæstarréttardómstóli. Tæp tvö ár eru þegar liðin á Íslandi en það tók Christian eitt ár að fá úrskurð innan ríkisráðuneytisins.Felix Bassey Ofangreindar eru stuttar sögur vina minna þriggja. En mig langar að koma fram skýrt að það eru fleiri en þeir þrír sem eru fastir í samsvarandi stöðu vegna Dyflinnarreglugerðar. Ég tel rétt að nefna sérstaklega Felix Bassey frá Nígeríu, sem næstum því var færður úr landi um daginn eftir tveggja ára bið. Nóttina sem átti að framkvæma brottvísunina kom í ljós að Felix hafði ekki getið kært mál sitt fyrir dómstól, þótt hann hefði viljað kæra. Það er möguleiki að brotið hafi verið á grunnréttindum hans og því hafi brottvísuninni verið frestað. Felix hafði áður sótt um hæli í Ítalíu og eytt fjórum árum þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu að taka upp mál Felixs vegna Dyflinnarreglugerðar og ákváðu brottvísun. Tvö ár eru þegar liðin á Íslandi en það tók Felix eitt ár að fá úrskurð innan ríkisráðuneytisins.Dyflinnarreglugerð Mál þessara fjögurra hafa ekki tekin til skoðunar á Íslandi einungis vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Ég held að allir þekki nú í grunnatriðum um hvað hún snýst en ef benda má á atriði sem snertir mál vina minna beint eru þar helst tvö atriði. 1) Aðildarríki þar sem maður sækir um hæli fyrst ber ábyrgð á umsókn manneskju og ef viðkomandi sækir um hæli í annað skipti í öðru ríki, verður hann sendur baka til fyrsta ríkisins. 2) Í þeim tilfellum sem aðildarríki hefur útvegað viðkomandi vegabréfsáritun eða landvistarleyfi, þá ber það ríki ábyrgð á hælisumsókn ef sótt er um hæli í einhverju aðildarríki eftir það. Það eru margir gallar á Dyflinnarkerfinu og hefur það hlotið mikla gagnrýni. Steve Peers, lagaprófessor við Essex háskólann og mjög virkur þátttakandi í umræðum um málefni hælisleitenda og Nicola Rogers, sérfæðingur hjá AIRE (Advice on Individual Rights in Europe) sögðu meðal annars: ,,Í sögu ESB hafa aldrei svo mörg mannréttindi verið brotin með einni löggjöf“.Einungis eitt tækifæri Ég er ekki lögfræðingur og því get ekki farið djúpt í lögfræðilega umræðu, en hins vegar langar mig endilega að benda á óskiljanlegan galla í Dyflinnarkerfinu af reynslu minni. Hann er þessi: ,,Manneskju er einungis gefið eitt tækifæri til að sækja um hæli“. Með öðrum orðum: ,,Manneskja er svipt nægilegum möguleikum til að leita að mannlegra lífi en hún býr nú þegar við“. Eftir því sem ég veit til er engin rökstödd útskýring til um hvers vegna réttindi til umsóknar um hæli verður að takmarkast við eitt skipti. Ég myndi skilja að ekki væri hægt að sækja um t.d. tíu sinnum. En af hverju má ekki sækja tvisvar eða þrisvar? Eitt skipti er mjög ,,þröng lína“ að mínu mati. Að meta hælisumsókn er að meta hversu raunsæ hætta er til staðar í lífi umsækjanda og slíkt er jú mjög viðkvæm og erfið gerð, sérstaklega ef við tökum tilliti til þess að sá sem fjallað er um er að flýja hættu í landi sem er langt í burtu og þeir í móttökulandi þekkja ef til vill lítið til. Ef fyrsta ríkið sem umsókn fólks á flótta berst til misskilur aðstæður í heimalandi umsækjanda, hvað gerist þá? Ef fyrsta ríkið vanrækir eða getur ekki framkvæmt almennilega skoðun umsóknar, eins og Eze fannst, hvað gerist þá? Og hvað um t.d. ef aðstæður hafa breyst eftir að fyrsta ríkið er búið að hafna umsókn? Hryðjuverk t.d. Boko Haram hafa aukist og orðið harðari eftir flótta Eze frá Nígeríu, og eftir brottför Martins hafa ný lög sem banna samkynhneigð verið sett. Ef Martin fer heim, þá mætir hann ekki aðeins mismunun, heldur þykir samkvæmt lagabókstafnum vera glæpamaður. Hvernig geta Eze og Martin áfrýjað þvílíkum breytingum? ,,Einungis eitt tækifæri“ er mannréttindabrot. Dyflinnarreglugerðin virkar í raun til þess að ,,gera málið ómennskt (dehumanize) svo að yfirvöldin fái ekkert samviskubit fyrir að fara framhjá réttlæti og mannúð. Það er hið sanna eðli þessarar reglugerðar.Lokaorð Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. Það sést bersýnilega og skýrt ef við sjáum hvernig flóttamannastefna í Evrópuríkjunum hefur breyst og orðið harðari undanfarin 20 ár. Ef flóttamannastefnan þ.á.m. Dyflinnarreglugerðin byggðist á mannréttindum, þá gæti hún ekki hafa breyst svo auðveldlega. Stefnan væri óbreytanlegri eða hefði breyst í mannlegri átt ef hún byggðist á mannréttindum. Í þessu samhengi sem ég hef verið útskýrt frá mínu sjónarmiði, kalla ég vinina mína ,,fórnarlömb Dyflinnarkerfisins“. Það verður að bæta kerfið og laga í framtíðinni. En fyrir utan það, verðum við að bjarga fórnarlömbunum sem búa hér með okkur núna. 17. gr. reglugerðarinnar kveður á: ,, ... Hvert aðildarríki getur skoðað umsókn um alþjóðlega vernd sem lögð er fram með af þriðja lands manneskju eða ríkisfangslausri manneskju...“ Sem sé, getur Íslands tekið upp málin aðeins ef hún vill. Eftir tvö til þriggja biðtíma er þá réttlætanlegt að senda ríkisfangslausa manneskju aftur til Ítalíu og Svíþjóðar í staðinn fyrir að taka upp málin þeirra? Málið snýst ekki aðeins um lög eða aðstæður í Evrópu, frekar snýst málið um lifandi manneskjur rétt eins og okkur sjálf. Þeir þarfnast stuðnings ykkar, fólks með skynsemi og réttlætiskennd. Og ég bið yfirvöld Íslands innilega, sýnið mannúð og bjargið þeim.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun