Erlent

Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn orsakaði snjóflóð í hlíðum Everest.
Skjálftinn orsakaði snjóflóð í hlíðum Everest. Vísir/AFP
Aðstæður í grunnbúðum Everest-fjalls eru afskaplega erfiðar í kjölfar skjálftans mikla sem varð í Nepal á laugardag. Staðfest er að 2.500 hafi látist og er óttast að sú tala komi til með að hækka þegar líður á næstu viku.

Skjálftinn orsakaði snjóflóð í hlíðum Everest og hefur verið greint frá því að sautján fórust og rúmlega sextíu hafi slasast í grunnbúðunum eða annars staðar í fjallinu.

AFP hefur birt nokkrar myndir frá grunnbúðunum sem sýna vel aðstæðurnar þar.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×