Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2015 18:30 Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta. Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta.
Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“