Hólmar: Þurfum að vera duglegri að ala upp okkar eigin leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2015 09:30 „Það er ljómandi að vera kominn aftur á æskuslóðirnar og taka þátt aftur í baráttunni með Keflavík,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Keflavíkur, í viðtali við Vísi. Fréttablaðið og Vísir spáir Keflavík áttunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar eins og kom fram í morgun, en Hólmar Örn gekk í raðir uppeldisfélags síns frá FH í vetur. „Ég var aldrei að fara neitt annað en í Keflavík. Annars hefði ég tekið slaginn með FH áfram. Ég vona ég eigi einhver ár eftir til að gefa þeim og svo reikna ég með að setja skóna á hilluna,“ segir Hólmar Örn.Eðlileg spá Hólmar setur sig ekkert upp á móti spánni, finnst hún eðlileg. Hann er aftur á móti mættur með öðrum týndum syni Keflavíkurliðsins, Guðjóni Árna Antoníussyni, til að gera betur en það. „Við stefnum á að gera betur en liðið hefur verið að gera undanfarin ár og rífa okkur upp töfluna og vonandi enda í efri helmingnum,“ segir Hólmar Örn. Liðið hefur styrkt sig ágætlega fyrir mótið en betur má ef duga skal og Suðurnesjaliðið er enn að leita að spilurum. „Ég tel okkur vera með fullt af frambærilegum peyjum, en við höfum ekki sömu breidd og þessi lið sem hafa verið að gera góða hluti undanfarin ár. Það er verið að vinna í því að styrkja hópinn rétt fyrir mót, en við höfum fínan mannskap,“ segir Hólmar. „Ég tel þetta mjög eðlilega spá miðað við hvernig gengi liðsins hefur verið undanfarin ár. Við höfum ekki bætt neitt svakalega mikið við okkur þannig það er eðlileg spá. Auðvitað ætlum við samt að gera talsvert betur.“Megum nýta aðstöðuna betur Hólmar flutti aldrei í bæinn þegar hann spilaði með Keflavík. Það tekur hann nú mun styttri tíma að fara á æfingar eftir að hann gekk aftur í raðir Keflavíkur sem hann segir búa við góða aðstöðu. „Ég hef alltaf búið og keyrði bara á milli. Þetta var hálfími að taka rúntinn í Hafnarfjörðinn. Fyrir mig er þetta frábær aðstaða. Við erum með Reykjaneshöllina og sumaraðstaðan er ágæt. Við höfum nóg af grasvöllum. Maður er fimm mínútur á æfingu og fimm mínútur heim,“ segir Hólmar Örn. Keflavík er með sína eigin knattspyrnuhöll, þó hún deilist niður á fleiri lið og yngri flokka, en er auk þess með þjálfara í fullu starfi, góða grasvelli og glæsilegan heimavöll. „Við hefðum mátt nýta okkur þetta betur og koma með fleiri unga og efnilega leikmenn upp. Þeir hafa verið nokkrir en félag eins og Keflavík þarf að skila fleirum úr unglingastarfinu. Við erum ekki með jafnöflug fyrirtæki á bakvið okkur eins og önnur félög á Suðurnesjunum þannig við þurfum að vera duglegri að ala upp okkar eigin leikmenn,“ segir Hólmar Örn.Máni hjálpar til með andlegu hliðina Hólmar Örn er fædur 1981 og því á meðal elstu leikmann Keflavíkurliðsins. Hann segist vera kominn í leiðtogahlutverki hjá liðinu. „Við erum þarna nokkrir eldgamlir sem erum að reyna miðla einhverju til yngri peyjanna og eflaust getum við verið duglegri við það.“ Hann langar mikið til að upplifa annan titil með Keflavík eða komast í Evrópukeppni áður en hann leggur skóna á hilluna. „Það er draumurinn en við vitum að við þurfum að leggja hart að okkur og þetta þarf að detta með okkur ef við ætlum að ná því á næstu árum. En það er alveg raunhæfur möguleiki,“ segir Hólmar Örn. Máni Pétursson er aftur orðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur, en hvernig teymi eru hann og Kristján Guðmundsson? „Stjáni og Gunni sjá um fótboltahliðina en Máni er með andlegu hliðina og er að vinna í mönnum sem kannski þurfa meiri hjálp utan vallar. Þar hefur hann komið sterkur inn,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson. Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
„Það er ljómandi að vera kominn aftur á æskuslóðirnar og taka þátt aftur í baráttunni með Keflavík,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Keflavíkur, í viðtali við Vísi. Fréttablaðið og Vísir spáir Keflavík áttunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar eins og kom fram í morgun, en Hólmar Örn gekk í raðir uppeldisfélags síns frá FH í vetur. „Ég var aldrei að fara neitt annað en í Keflavík. Annars hefði ég tekið slaginn með FH áfram. Ég vona ég eigi einhver ár eftir til að gefa þeim og svo reikna ég með að setja skóna á hilluna,“ segir Hólmar Örn.Eðlileg spá Hólmar setur sig ekkert upp á móti spánni, finnst hún eðlileg. Hann er aftur á móti mættur með öðrum týndum syni Keflavíkurliðsins, Guðjóni Árna Antoníussyni, til að gera betur en það. „Við stefnum á að gera betur en liðið hefur verið að gera undanfarin ár og rífa okkur upp töfluna og vonandi enda í efri helmingnum,“ segir Hólmar Örn. Liðið hefur styrkt sig ágætlega fyrir mótið en betur má ef duga skal og Suðurnesjaliðið er enn að leita að spilurum. „Ég tel okkur vera með fullt af frambærilegum peyjum, en við höfum ekki sömu breidd og þessi lið sem hafa verið að gera góða hluti undanfarin ár. Það er verið að vinna í því að styrkja hópinn rétt fyrir mót, en við höfum fínan mannskap,“ segir Hólmar. „Ég tel þetta mjög eðlilega spá miðað við hvernig gengi liðsins hefur verið undanfarin ár. Við höfum ekki bætt neitt svakalega mikið við okkur þannig það er eðlileg spá. Auðvitað ætlum við samt að gera talsvert betur.“Megum nýta aðstöðuna betur Hólmar flutti aldrei í bæinn þegar hann spilaði með Keflavík. Það tekur hann nú mun styttri tíma að fara á æfingar eftir að hann gekk aftur í raðir Keflavíkur sem hann segir búa við góða aðstöðu. „Ég hef alltaf búið og keyrði bara á milli. Þetta var hálfími að taka rúntinn í Hafnarfjörðinn. Fyrir mig er þetta frábær aðstaða. Við erum með Reykjaneshöllina og sumaraðstaðan er ágæt. Við höfum nóg af grasvöllum. Maður er fimm mínútur á æfingu og fimm mínútur heim,“ segir Hólmar Örn. Keflavík er með sína eigin knattspyrnuhöll, þó hún deilist niður á fleiri lið og yngri flokka, en er auk þess með þjálfara í fullu starfi, góða grasvelli og glæsilegan heimavöll. „Við hefðum mátt nýta okkur þetta betur og koma með fleiri unga og efnilega leikmenn upp. Þeir hafa verið nokkrir en félag eins og Keflavík þarf að skila fleirum úr unglingastarfinu. Við erum ekki með jafnöflug fyrirtæki á bakvið okkur eins og önnur félög á Suðurnesjunum þannig við þurfum að vera duglegri að ala upp okkar eigin leikmenn,“ segir Hólmar Örn.Máni hjálpar til með andlegu hliðina Hólmar Örn er fædur 1981 og því á meðal elstu leikmann Keflavíkurliðsins. Hann segist vera kominn í leiðtogahlutverki hjá liðinu. „Við erum þarna nokkrir eldgamlir sem erum að reyna miðla einhverju til yngri peyjanna og eflaust getum við verið duglegri við það.“ Hann langar mikið til að upplifa annan titil með Keflavík eða komast í Evrópukeppni áður en hann leggur skóna á hilluna. „Það er draumurinn en við vitum að við þurfum að leggja hart að okkur og þetta þarf að detta með okkur ef við ætlum að ná því á næstu árum. En það er alveg raunhæfur möguleiki,“ segir Hólmar Örn. Máni Pétursson er aftur orðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur, en hvernig teymi eru hann og Kristján Guðmundsson? „Stjáni og Gunni sjá um fótboltahliðina en Máni er með andlegu hliðina og er að vinna í mönnum sem kannski þurfa meiri hjálp utan vallar. Þar hefur hann komið sterkur inn,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson. Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00