Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Það er mikil stuð í myndbandinu og þar má sjá marga koma fyrir sjónir. Youtube/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á lokamóti EM í Sviss í byrjun júlí en íslenska knattspyrnusambandið frumsýndi ekki nýja treyju fyrir mótið heldur einnig tónlistarmyndband sem er tileinkað mótinu. Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a> Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a>
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira