Bað ekki um höfrung í Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. apríl 2015 15:30 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira