Mikil mildi er að ekki fór verr þegar tveir drengir, níu og tólf ára bræður, féllu í vatnið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar er ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum þeirra sem fyrstir voru á vettvang.
„Ég var að labba til vinkonu minnar þegar ég fer þarna framhjá og sá litlu stelpu vera að hlaupa að einhverri konu og kalla á hjálp. Síðan byrjar konan að kalla á hjálp og ég hljóp á eftir henni. Síðan sá ég strákana vera þarna ofaní. Ég og mamman hjálpuðumst að við að ná öðrum upp úr, en náðum ekki hinum,“ segir Eva Röver, sem var fyrst sjónvarvotta á vettvang.
Eva aðstoðaði móður drengjana og ellefu ára systur þeirra á slysstað uns lögregla og sjúkralið komu á vettvang og brást hárrétt við í þessum erfiðu aðstæðum. Hún segir það mikinn létti að það sé í lagi með drengina tvo, enda var útlitið svart um tíma.
„Ég er búin að hitta annan þeirra og fjölskylduna en ekki þennan yngri. Það var mjög gott að sjá hann heilan á húfi. Ég stefni að því að fara uppá spítala bráðlega til að hitta hinn,“ segir hún.
Viðtalið við Evu má sjá í spilaranum hér að ofan eftir að rætt er við Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði.
Gott að sjá drenginn heilan á húfi
Tengdar fréttir
Sextán ára tók þátt í björgun drengjanna tveggja: Björgunaraðgerðirnar þokukenndar
Hin sextán ára Eva Röver vann mikið afrek er hún aðstoðaði við björgun drengjanna tveggja sem festust í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði á þriðjudag.