Áhyggjur af útlitskröfum hafa lengi loðað við tískuheiminn, glanstímarit og fyrirsætustörf, en áhrifa Alda Women og svipaðra þrýstihópa gætir víða. Nýlega bönnuðu yfirvöld í Frakklandi notkun of grannra fyrirsætna í viðleitni til að draga úr tíðni anorexíu í Frakklandi. Ísrael og Spánn hafa einnig bannað hyllingu ,,hættulega grannra“ fyrirsætna.
Vegna sterkrar stöðu Frakklands í tískuheiminum er þetta talið hafa gríðarleg áhrif á tískuheiminn í heild sinni.
Ítarlegt viðtal við Ingu og glæsilegar myndir af hópnum á húsþökum í New York eftir Silju Magg má finna í nýjasta tölublaði Glamour sem kom út í dag, 8.maí.

Sjálf hefur Inga átt gríðarlegri velgengni að fagna á ferlinum. Hún hefur verið andlit herferða merkja á borð við Ralph Lauren og Max Mara, auk þess sem hún hefur setið fyrir í glanstímaritunum Vogue, Harper’s Bazaar og Elle, svo eitthvað sé nefnt.



Komdu í áskrift á Glamour hér.Áfram @aldawomen Allt um þessar stórglæsilegu fyrirmyndir og íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríks sem leiðir hópinn í nýjasta @glamouriceland ! Dansaðu inn í helgina með okkur @ingaerla @siljamagg @olofskaftadottir
A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 8, 2015 at 9:28am PDT
Fylgstu með Glamour á Facebook hér.
Fylgstu með Glamour á Instagram hér.