Guðný þarf að hætta 26 ára gömul | Sendi tilfinningaþrungið bréf á liðsfélagana Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:27 Guðný Björk leggur skóna á hilluna 26 ára. vísir/getty Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira