Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 14:55 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal. Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal.
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira