Erlent

Heilt þorp þurrkaðist út - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðeins eitt hús stóð skriðuna af sér.
Aðeins eitt hús stóð skriðuna af sér. Vísir/AP
Björgunarmenn grafa nú í gegnum þúsundir tonna af jarðvegi sem féll yfir þorpið Langtang í Nepal, efir jarðskjálftann 25. apríl. Þorpið þurrkaðist í skriðunni og minnst sextíu eru látnir. Íbúar segja þá að mögulega hafi 200 manns látíð lífið.

Meðal þeirra sem létust í skriðunni var göngufólk, en Langtang dalurinn er vinsæll meðal þeirra. Í þorpinu sjálfu eru fjöldi hótela og gistihúsa.

„Allt þorpið þurrkaðist út í skriðunni,“ segir embættismaðurinn Gautam Rimal við AP fréttaveituna. „Það voru um 60 hús hérna, en nú eru þau öll grafin undir grjóti og jörð. Það verður ómögulegt að finna öll líkin.“

Fjöldi látinna í Nepal er enn að hækka og nú er talan komin yfir 7.500.

Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp af göngufólki í Langtang dalnum þegar jarðskjálftinn skall á. Hér má einnig sjá myndband tekið úr þyrlu sem flogið var yfir þorpið sem liggur nú undir, jörð, grjóti og ís.


Tengdar fréttir

Eyðileggingin stingur í hjartað

"Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem heldur til Katmandú, höfuðborgar Nepal, á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×