Mikill slagkraftur með samvinnu Flóabandalags og verslunarmanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:55 Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason. Verkfall 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason.
Verkfall 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira