Fjarvera ráðherra gagnrýnd: „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti” Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2015 19:45 Svandís Svavarsdóttir segir hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með algjörum ólíkindum. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“ Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira