Sigmundur Davíð: Lausnin fólgin í samstöðu verkalýðsfélaga Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. maí 2015 19:30 Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði á verðbólgubál með inngripi inn í kjaraviðræður sem tryggi þær krónutöluhækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á, heldur stuðla að áframhaldandi verðmætasköpun ef aðilar vinnumarkaðarins ná saman um skynsamlega kjarasamninga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Uppnám er á fasteignamarkaði þar sem ekki hefur verið hægt að þinglýsa skjölum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættum, læknismeðferðir krabbameinssjúkra á Landspítalanum hafa raskast alvarlega vegna verkfalls geislafræðinga og kjötskortur er í verslunum vegna verkfalls dýralækna. Til dæmis var enginn ferskur kjúklingur í mörgum verslunum um helgina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði á Alþingi í dag. „Er ætlunin að ríkið skili auðu í þessari deilu þótt yfir standi verkfallsaðgerðir, svo umfangsmiklar að jafnmiklar höfum við ekki séð áratugum saman sem munu bitna bæði á almenningi og atvinnulífinu?“ spurði Katrín.Ríkisstjórnin mun ekki kynda undir verðbólgubálið „Ef atvinnurekendur og launþegar semja á þann hátt að það ógni ekki efnahagslífi þjóðarinnar, ýti undir verðbólgu og vegi að velferð í landinu, þá mun ríkisstjórnin geta lagt ýmislegt þar til málanna til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. En ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði eða spreki á verðbólgubál ef að menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að verkföllin komi upp við ótrúlega óvenjulegar aðstæður og vísar þar til kaupmáttaraukningar, hagvaxtar, verðmætasköpunar, lítils ójöfnuðar og lítillar verðbólgu hér á landi.Krabbameinsmeðferðir hafa tafist vegna verkfalls geislafræðinga, það er uppnám á fasteignamarkaði og kjötskortur í verslunum. Hversu vond þarf staðan að verða svo ríkisstjórnin komi með inngrip áður en aðilar vinnumarkaðarins ná saman? „Inngrip ríkisstjórnarinnar áður en aðilar vinnumarkaðrins ná saman væri ekki til þess fallið að leysa málin því menn stæðu ennþá eftir með ógerða kjarasamninga. Hins vegar væri þá tryggt, eða nánast tryggt, að afleiðingin þegar aðilar næðu loksins saman yrði sú að verðbólgan færi á fullan skrið og menn myndu þurfa aftur að setjast að samningaborðinu við enn erfiðari aðstæður. (...) Lausnin hlýtur að felast í því að stéttarfélögin, fulltrúar launþega, nái saman þannig að þeir finni út úr málum sín á milli og finni út hvernig er hægt að skipta þessum ávinningi á sanngjarnan hátt og komi svo sameinaðir til borðsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2.Formaður SA vísar aðgerðaleysi á bug Samtök atvinnulífsins hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem er uppi á vinnumarkaði en Björgólfur Jóhannsson formaður samtakanna vísar þessu á bug í bréfi til aðildarfélaga SA í dag. Þar segir Björgólfur að SA hafi viðrað hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. Þá hafi SA boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga. Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20% hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum, að sögn Björgólfs. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16 Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00 Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30 „Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48 Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30 BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði á verðbólgubál með inngripi inn í kjaraviðræður sem tryggi þær krónutöluhækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á, heldur stuðla að áframhaldandi verðmætasköpun ef aðilar vinnumarkaðarins ná saman um skynsamlega kjarasamninga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Uppnám er á fasteignamarkaði þar sem ekki hefur verið hægt að þinglýsa skjölum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættum, læknismeðferðir krabbameinssjúkra á Landspítalanum hafa raskast alvarlega vegna verkfalls geislafræðinga og kjötskortur er í verslunum vegna verkfalls dýralækna. Til dæmis var enginn ferskur kjúklingur í mörgum verslunum um helgina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði á Alþingi í dag. „Er ætlunin að ríkið skili auðu í þessari deilu þótt yfir standi verkfallsaðgerðir, svo umfangsmiklar að jafnmiklar höfum við ekki séð áratugum saman sem munu bitna bæði á almenningi og atvinnulífinu?“ spurði Katrín.Ríkisstjórnin mun ekki kynda undir verðbólgubálið „Ef atvinnurekendur og launþegar semja á þann hátt að það ógni ekki efnahagslífi þjóðarinnar, ýti undir verðbólgu og vegi að velferð í landinu, þá mun ríkisstjórnin geta lagt ýmislegt þar til málanna til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. En ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði eða spreki á verðbólgubál ef að menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að verkföllin komi upp við ótrúlega óvenjulegar aðstæður og vísar þar til kaupmáttaraukningar, hagvaxtar, verðmætasköpunar, lítils ójöfnuðar og lítillar verðbólgu hér á landi.Krabbameinsmeðferðir hafa tafist vegna verkfalls geislafræðinga, það er uppnám á fasteignamarkaði og kjötskortur í verslunum. Hversu vond þarf staðan að verða svo ríkisstjórnin komi með inngrip áður en aðilar vinnumarkaðarins ná saman? „Inngrip ríkisstjórnarinnar áður en aðilar vinnumarkaðrins ná saman væri ekki til þess fallið að leysa málin því menn stæðu ennþá eftir með ógerða kjarasamninga. Hins vegar væri þá tryggt, eða nánast tryggt, að afleiðingin þegar aðilar næðu loksins saman yrði sú að verðbólgan færi á fullan skrið og menn myndu þurfa aftur að setjast að samningaborðinu við enn erfiðari aðstæður. (...) Lausnin hlýtur að felast í því að stéttarfélögin, fulltrúar launþega, nái saman þannig að þeir finni út úr málum sín á milli og finni út hvernig er hægt að skipta þessum ávinningi á sanngjarnan hátt og komi svo sameinaðir til borðsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2.Formaður SA vísar aðgerðaleysi á bug Samtök atvinnulífsins hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem er uppi á vinnumarkaði en Björgólfur Jóhannsson formaður samtakanna vísar þessu á bug í bréfi til aðildarfélaga SA í dag. Þar segir Björgólfur að SA hafi viðrað hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. Þá hafi SA boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga. Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20% hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum, að sögn Björgólfs.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16 Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00 Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30 „Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48 Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30 BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16
Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00
Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30
„Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48
Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30
BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30
Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13